Þessi mættu best og verst í þinginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 09:20 Jódís, Hildur, Diljá og Guðmundur fengju sennilega einhvers konar ástundunarviðurkenningu fyrir síðasta þing ef Alþingi væri framhaldsskóli. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. Samkvæmt síðunni Þingmenn.is voru Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir, VG, og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, með hundrað prósent mætingu í atkvæðagreiðslur 155. þings, sem lauk 18. nóvember síðastliðinn, og samanstóð af 27 þingfundum frá 10. september. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Þar á eftir koma fjórir þingmenn með 99,4 prósenta mætingu hver. Það eru Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason, VG-liðinn Orri Páll Jóhannsson og Gísli Rafn Ólafsson. Með 98,8 prósent mætingu eru svo Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Miðflokksmenn báðir á tossalistanum Á hinum enda mætingarlistans er einn þingmaður sem mætti ekki í neina atkvæðagreiðslu. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Áður hefur verið fjallað um dræma mætingu Sigmundar í þingið, til að mynda þegar þingmaður Pírata sagði hann fínasta sessunaut þar sem hann mætti svo sjaldan. Fast á eftir Sigmundi fylgir annar formaður stjórnarandstöðuflokks. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en hún er með 0,6 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi, samkvæmt samantektinni. Næsti maður á eftir er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, með 9,3 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur. Bergþór Ólason, eini samflokksmaður Sigmundar á þingi, er með 20,4 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur, en Þorgjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar er næst á lista með 21 prósents mætingu. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með verstu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Samkvæmt síðunni Þingmenn.is voru Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir, VG, og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, með hundrað prósent mætingu í atkvæðagreiðslur 155. þings, sem lauk 18. nóvember síðastliðinn, og samanstóð af 27 þingfundum frá 10. september. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Þar á eftir koma fjórir þingmenn með 99,4 prósenta mætingu hver. Það eru Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason, VG-liðinn Orri Páll Jóhannsson og Gísli Rafn Ólafsson. Með 98,8 prósent mætingu eru svo Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Miðflokksmenn báðir á tossalistanum Á hinum enda mætingarlistans er einn þingmaður sem mætti ekki í neina atkvæðagreiðslu. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Áður hefur verið fjallað um dræma mætingu Sigmundar í þingið, til að mynda þegar þingmaður Pírata sagði hann fínasta sessunaut þar sem hann mætti svo sjaldan. Fast á eftir Sigmundi fylgir annar formaður stjórnarandstöðuflokks. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en hún er með 0,6 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi, samkvæmt samantektinni. Næsti maður á eftir er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, með 9,3 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur. Bergþór Ólason, eini samflokksmaður Sigmundar á þingi, er með 20,4 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur, en Þorgjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar er næst á lista með 21 prósents mætingu. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með verstu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi.
Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum