„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Stefán Marteinn skrifar 26. nóvember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. „Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
„Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira