Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun