Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. nóvember 2024 08:10 Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það er óþolandi óréttlæti að fatlað fólk búi ekki við jafnt aðgengi að námi, vinnu eða annarri virkni og alltof mörg búa við alltof bág kjör. Þess vegna setti ég þessi mál í algjöran forgang í tíð minni sem félagsmálaráðherra. Þess vegna skiptir nýtt örorkulífeyriskerfi sem ég lagði til á Alþingi og fékk samþykkt í vor afar miklu máli. Inn í hið nýja kerfi bætast við 18 milljarðar við það sem fyrir var sem munu draga úr fátækt og bæta kjör yfir 20 þúsund örorkulífeyrisþega. Þess vegna skiptir ný og óháð Mannréttindastofnun miklu máli en hún greiðir leið fyrir lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þess vegna skiptir máli að ég fékk samþykkta fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks á Alþingi en henni er ætlað að koma ofangreindum samningi til framkvæmdar hérlendis. Þess vegna skiptir máli að ég setti í gang umfangsmikla vinnu sem Vinnumálastofnun stýrir um að auka atvinnutækifæri fólks með mismikla starfsgetu. Þess vegna skipti máli að settir voru 12 milljarða króna frá ríki til sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk. Hvað næst? Baráttu fyrir mannréttindum lýkur aldrei. Baráttu fyrir betri kjörum hinna efnaminni og réttlátu samfélagi virðist heldur aldrei ljúka. En, við gefumst ekki upp heldur höldum áfram að berjast fyrir réttlæti. Líka réttlæti fyrir fatlað fólk. Setja þarf eftirfarandi í forgang í málefnum fatlaðs fólks á næsta kjörtímabili: Lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Viku áður en ríkisstjórnin sprakk setti ég frumvarp þessa efnis í samráðsgátt stjórnvalda. Ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi geta því gert þetta að fyrsta verkefni sínu, og eiga að gera það. Stöðva þarf kjaragliðnunina. Samþykkt nýs örorkulífeyriskerfis var fyrsta skrefið í þá átt. En tvennt þarf að gera í framhaldinu. Það þarf að breyta lögum þannig að hækkanir á örorkulífeyrisgreiðslum fylgi hækkunum á vinnumarkaði og séu aldrei lægri en hækkanir lægstu launa og aldrei minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig stöðvum við kjaragliðnunina. Síðan þarf að hækka greiðslur þannig að öll sem eru á örorku nái lágmarkslaunum og stoppa í gatið á milli örorkulífeyrisgreiðslna og lágmarkslauna. Þetta má gera í áföngum. Setja þarf húsnæðismál fatlaðs fólks í forgang og auka sveigjanleika örorkulífeyrisþega til að eignast eigið húsnæði, til dæmis með hlutdeildarlánum. Útrýma þarf biðlistum eftir sértæku húsnæði í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Halda þarf áfram með verkefni Vinnumálastofnunar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um fjölgun starfa, færniþjálfun og starfsþróun fatlaðs fólks bæði á opinberum vinnumarkaði og hinum almenna. Ráðast í vitundarvakningu og fræðslu. Búum til samfélag án hindrana fyrir fatlað fólk. Til þess þarf að auka vitund okkar allra um stöðu og aðstæður fatlaðs fólks í samfélaginu og auka gagnaöflun, upplýsingar og þekkingu um hagi fatlaðs fólks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun