Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 23:17 Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun