Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Það reynir á stelpurnar okkar í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Það var létt yfir íslenska hópnum þegar hann æfði í keppnishöllinni í hádeginu í gær. Örlítill munur var á aðstæðum frá því deginum áður. Þá æfðu þær í næsta húsi í krúttlegum íþróttasal sem minnti helst á litla salinn í Gróttuheimilinu. Þetta er stórt, að liðið sé komið á þetta svið. Landsliðskonurnar hafa talað um heimsmeistaramótið í fyrra eins og ákveðinn bónus, enda vann Ísland sér ekki inn keppnisrétt þar heldur fékk úthlutað svokölluðu wild card sæti. Verkefni dagsins er ærið, gegn hollensku liði sem varð heimsmeistari fyrir fimm árum. Óhætt er að segja að liðið sé meðal þeirra fimm bestu í heimi en það hafnaði í fimmta sæti á bæði HM í fyrra og Ólympíuleikunum í París í sumar. Það skal ekki undra að Berglind Þorsteinsdóttir segi: „Úff, þetta verður erfitt,“ í viðtali fyrir leik. Munurinn á mótinu sem hefst í dag og því fyrir ári síðan er hins vegar sá að stelpurnar okkar unnu sér inn réttinn til að vera hér í gegnum undankeppni. Þær eiga heima á þessu sviði og þær sýndu það með frábærri, þó kaflaskiptri, frammistöðu þegar þær stigu (flestar) í fyrsta skipti á stóra sviðið í fyrra. Þar reyndu stelpurnar sig gegn öðru toppliði, Frakklandi, þar sem íslenska liðið mætti hreinlega ekki til leiks og var lent 7-0 undir snemma. Þeim óx þó ásmegin þegar leið á stóðust að endingu frönskukúrsinn þrátt fyrir tap. Mörk Frakka í byrjun þess leiks voru meira og minna úr hröðum upphlaupum og ef marka má landsliðsþjálfarann Arnar Pétursson má búast við Hollendingum sem keyra hraðann upp einnig. Reynslan af Frakkaleiknum þarf því að telja í dag og ljóst að ekki er í boði að mæta á hælunum til leiks. Stelpunum er tíðrætt um lærdóminn sem þær hafi dregið frá mótinu í Noregi og nú er að sýna það. Þær unnu sér inn sæti hér, þær eiga heima hér og ég hlakka til að sjá sönnun þess í verki síðar í dag. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Það var létt yfir íslenska hópnum þegar hann æfði í keppnishöllinni í hádeginu í gær. Örlítill munur var á aðstæðum frá því deginum áður. Þá æfðu þær í næsta húsi í krúttlegum íþróttasal sem minnti helst á litla salinn í Gróttuheimilinu. Þetta er stórt, að liðið sé komið á þetta svið. Landsliðskonurnar hafa talað um heimsmeistaramótið í fyrra eins og ákveðinn bónus, enda vann Ísland sér ekki inn keppnisrétt þar heldur fékk úthlutað svokölluðu wild card sæti. Verkefni dagsins er ærið, gegn hollensku liði sem varð heimsmeistari fyrir fimm árum. Óhætt er að segja að liðið sé meðal þeirra fimm bestu í heimi en það hafnaði í fimmta sæti á bæði HM í fyrra og Ólympíuleikunum í París í sumar. Það skal ekki undra að Berglind Þorsteinsdóttir segi: „Úff, þetta verður erfitt,“ í viðtali fyrir leik. Munurinn á mótinu sem hefst í dag og því fyrir ári síðan er hins vegar sá að stelpurnar okkar unnu sér inn réttinn til að vera hér í gegnum undankeppni. Þær eiga heima á þessu sviði og þær sýndu það með frábærri, þó kaflaskiptri, frammistöðu þegar þær stigu (flestar) í fyrsta skipti á stóra sviðið í fyrra. Þar reyndu stelpurnar sig gegn öðru toppliði, Frakklandi, þar sem íslenska liðið mætti hreinlega ekki til leiks og var lent 7-0 undir snemma. Þeim óx þó ásmegin þegar leið á stóðust að endingu frönskukúrsinn þrátt fyrir tap. Mörk Frakka í byrjun þess leiks voru meira og minna úr hröðum upphlaupum og ef marka má landsliðsþjálfarann Arnar Pétursson má búast við Hollendingum sem keyra hraðann upp einnig. Reynslan af Frakkaleiknum þarf því að telja í dag og ljóst að ekki er í boði að mæta á hælunum til leiks. Stelpunum er tíðrætt um lærdóminn sem þær hafi dregið frá mótinu í Noregi og nú er að sýna það. Þær unnu sér inn sæti hér, þær eiga heima hér og ég hlakka til að sjá sönnun þess í verki síðar í dag. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita