Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:02 Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun