XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 09:12 Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun