Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar 29. nóvember 2024 08:21 Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undanfarnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru er fullkomnlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. Ég er í þriðja sæti hjá Flokki fólksins, baráttusæti, en ef ég verð svo heppin að ná inn á þing þá mun ég fara þangað með hagsmuni heimabyggðar minnar Þorlákshafnar og Ölfus í forgrunni. Mín einlæga von er sú, að önnur kosning, sem skiptir mig ekki minna máli verði felld á kjördag. Heidelberg Materials er alþjóðarisi sem hefur sýnt sig í að vera hörmulegur granni annara samfélaga í formi stórra og mengandi grjótmulningsverksmiðja, vill nú planta einni slíkri niður, alveg við fallega heimabæinn minn, í göngufæri við búðina, og ennþá nær nýja leikskólanum okkar. Þorlákshafnarbúar hafa barist svo hart gegn þeim áformum að aðdáunarvert verður að teljast. Ég er afar stolt að tilheyra svo frábæru og réttsýnu samfélagi. Húrra fyrir öllum þeim sem hafa látið vel í sér heyra og allar góðar vættir gefi að við berum gæfu til að fella þetta á laugardaginn, landsins og afkomenda okkar vegna. XF státar af einvala og samtaka fólki sem öll vinna að því sama, ábyrgum stefnumálum Flokks FÓLKSINS og ávallt út frá hagsmunum þegna þessa lands og heimilanna. Berjast fyrir hópa sem minna mega sín fátæka, fátæka eldri borgara og öryrkja. Fyrir gjörbyltu heilbrigðiskerfi um land allt, efla heilsugæslur, úrræði fyrir geðsjúka, sem alltaf virðast lenda á veggjum í kerfinu, réttlæti fyrir Brcabera sem reka sig á kostnaðarsamar hindranir ofan í graf alvarlega stökkbreytingar í genum sem margfalda líkur á krabbameini. Fyrir helsjúka sem horfa framan í það að vera deyjandi, þurfa að reiða upp budduna aftur og aftur, ofan í það reiðarslag sem fylgir fyrirliggjandi ótímabærum dauða. minnka álag á starfsfólk og setja mannúðarsjónarmið í forgang. Kerfið á að vera hlýlegt og opið, ekki kalt og lokað þegar kemur að því að veikt fólk þarf að nýta sér það. Eflum á ný hnignandi landsbyggðina, stóraukum strandveiðar sem hleypa á ný lífi í sjávarþorp og hlúum að bændastéttinni. Raforkuverð til garðyrkjubænda stefnir nú í að verða hækkað um 20% um næstu áramót og sennilega annað eins ári seinna. Þessu verðum við að bregðast við. Bætum samgöngur, borum jarðgöng, byggjum brýr og komum hringveginum í sómasamlegt horf. Flokkur fólksins hefur þegar unnið fádæma þrekvirki, verandi í minnihluta, hugsið ykkur hverju væri hægt að koma í verk ef við kæmist til áhrifa. Það yrði hreinsað til og sópað, það er þegar komin titringur í suma valdsmenn vegna þess. Ég er ekki að sjá Ingu Sæland eða aðra innan flokksins, gefa eftir af óþörfu í einu eða neinu, svo að það er full ástæða fyrir embættis kerfið og aðra flokka að virða okkar markmið. Allt þetta og svo margt fleira viljum við fá umboð ykkar til að framkvæma , þetta er vel hægt, kakan er þegar til staðar, bæði stór og girnileg, það þarf einfaldlega að skipta henni jafnar framvegis. Ég vil þakka öllum þeim sem að ég hef hitt á þessari stuttu vegferð fyrir einlægt og hlýlegt viðmót, hlakka til að hitta ykkur sem eftir eru, þetta tímabil hefur verið mér einstaklega dýrmætur skóli frá fyrsta degi. Áfram Flokkur fólksins, flokkurinn þinn. Höfundur er á 3. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Elín Íris Fanndal Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undanfarnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru er fullkomnlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. Ég er í þriðja sæti hjá Flokki fólksins, baráttusæti, en ef ég verð svo heppin að ná inn á þing þá mun ég fara þangað með hagsmuni heimabyggðar minnar Þorlákshafnar og Ölfus í forgrunni. Mín einlæga von er sú, að önnur kosning, sem skiptir mig ekki minna máli verði felld á kjördag. Heidelberg Materials er alþjóðarisi sem hefur sýnt sig í að vera hörmulegur granni annara samfélaga í formi stórra og mengandi grjótmulningsverksmiðja, vill nú planta einni slíkri niður, alveg við fallega heimabæinn minn, í göngufæri við búðina, og ennþá nær nýja leikskólanum okkar. Þorlákshafnarbúar hafa barist svo hart gegn þeim áformum að aðdáunarvert verður að teljast. Ég er afar stolt að tilheyra svo frábæru og réttsýnu samfélagi. Húrra fyrir öllum þeim sem hafa látið vel í sér heyra og allar góðar vættir gefi að við berum gæfu til að fella þetta á laugardaginn, landsins og afkomenda okkar vegna. XF státar af einvala og samtaka fólki sem öll vinna að því sama, ábyrgum stefnumálum Flokks FÓLKSINS og ávallt út frá hagsmunum þegna þessa lands og heimilanna. Berjast fyrir hópa sem minna mega sín fátæka, fátæka eldri borgara og öryrkja. Fyrir gjörbyltu heilbrigðiskerfi um land allt, efla heilsugæslur, úrræði fyrir geðsjúka, sem alltaf virðast lenda á veggjum í kerfinu, réttlæti fyrir Brcabera sem reka sig á kostnaðarsamar hindranir ofan í graf alvarlega stökkbreytingar í genum sem margfalda líkur á krabbameini. Fyrir helsjúka sem horfa framan í það að vera deyjandi, þurfa að reiða upp budduna aftur og aftur, ofan í það reiðarslag sem fylgir fyrirliggjandi ótímabærum dauða. minnka álag á starfsfólk og setja mannúðarsjónarmið í forgang. Kerfið á að vera hlýlegt og opið, ekki kalt og lokað þegar kemur að því að veikt fólk þarf að nýta sér það. Eflum á ný hnignandi landsbyggðina, stóraukum strandveiðar sem hleypa á ný lífi í sjávarþorp og hlúum að bændastéttinni. Raforkuverð til garðyrkjubænda stefnir nú í að verða hækkað um 20% um næstu áramót og sennilega annað eins ári seinna. Þessu verðum við að bregðast við. Bætum samgöngur, borum jarðgöng, byggjum brýr og komum hringveginum í sómasamlegt horf. Flokkur fólksins hefur þegar unnið fádæma þrekvirki, verandi í minnihluta, hugsið ykkur hverju væri hægt að koma í verk ef við kæmist til áhrifa. Það yrði hreinsað til og sópað, það er þegar komin titringur í suma valdsmenn vegna þess. Ég er ekki að sjá Ingu Sæland eða aðra innan flokksins, gefa eftir af óþörfu í einu eða neinu, svo að það er full ástæða fyrir embættis kerfið og aðra flokka að virða okkar markmið. Allt þetta og svo margt fleira viljum við fá umboð ykkar til að framkvæma , þetta er vel hægt, kakan er þegar til staðar, bæði stór og girnileg, það þarf einfaldlega að skipta henni jafnar framvegis. Ég vil þakka öllum þeim sem að ég hef hitt á þessari stuttu vegferð fyrir einlægt og hlýlegt viðmót, hlakka til að hitta ykkur sem eftir eru, þetta tímabil hefur verið mér einstaklega dýrmætur skóli frá fyrsta degi. Áfram Flokkur fólksins, flokkurinn þinn. Höfundur er á 3. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun