Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:21 Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun