Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar 29. nóvember 2024 16:10 Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun