Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. nóvember 2024 17:44 Soffía Sveinsdóttir er skólameistari FSu. Vísir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla suðurlands, segir miklar gleðifréttir að verkfalli kennara hafi verið frestað. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðan 29. október. Kennsla hefst á ný á þriðjudaginn og mun standa yfir til 20. desember. „Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
„Þetta bar mjög brátt að og hlutirnir gerðust mjög hratt í dag. Þetta var algjör rússíbani,“ segir Soffía. Verkfallið stóð yfir í um fjóra og hálfa viku, og í FSu féllu 24 kennsludagar niður. Hún segir að búið sé að gera drög að skóladagatali út önnina, en kennarar muni hittast á mánudaginn og skipuleggja framhaldið betur. Kennsla mun standa yfir til 20. desember, en áður en til verkfallsins kom átti kennslu að vera lokið 11. desember. Soffía segir að kennarar þurfi nú að endurskoða námsmat og annað slíkt. Kennslunni og önninni ljúki fyrir jól. „Það verða ekki jólapróf en við erum með tvo námsmatsdaga sem færast fram í janúar. Það eru mjög margir með símat, það er kannski ágætt að það skuli vera svona fáir prófdagar,“ segir hún. Ekkert ljóst hvað brottfall nemenda varðar „Ég hef enga hugmynd um brottfall nemenda. Það hefur ekki komið mikið á okkar borð á skrifstofunni að nemendur séu að hætta,“ segir Soffía. Skólinn muni í næstu viku kalla eftir því að fólk láti vita, séu þau hætt í skólanum. Þá muni það liggja fyrir hversu margir hafi hætt. „Ég veit alveg að það eru einhverjir nemendur sem fóru að vinna, en hvort það var bara tímabundið eða ekki veit ég ekki. Ég veit til dæmis að rafvirkjanemendur fengu vinnur, en ég veit ekki hvað gerist núna,“ segir hún. „Vonandi skila sér sem allra flestir til baka.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. 17. nóvember 2024 12:23