Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2024 09:30 Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun