„Ég þarf smá útrás“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2024 22:30 Þórey Rósa vonast til að geta fagnað svona á morgun. EPA-EFE/Beate Oma „Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær. „Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita