Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 08:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er jöfnunarþingmaður Suðurkjördæmis. vísir/hjalti Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08