Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 21:36 Sigmundur Davíð og Bjarni sögðust báðir auðveldlega geta myndað ríkisstjórn en eðlilegt væri að Kristrún fengi fyrst tækifæri til að gera það. Samfylkingin sé stærsti flokkurinn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fái stjórnarmyndunarumboð fyrst. Það vinni ekki margt með Sjálfstæðisflokknum svo hann geti gert kröfu um að fá það fyrst. Samfylkingin eigi að fá tilraun til þess að vinna úr því hann er stærstur flokka á þingi. Þetta kom fram í formannaspjalli við Heimi Má Pétursson eftir kvöldfréttir. Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Sigmundur Davíð og Bjarni ræddu við Heimi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir það. Það sé eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboðið en það sé eðlilegt að forsetinn viti það fyrir fram ef það sé hægt að mynda ríkisstjórn strax. „Ég er ekki að biðja um að fá umboðið þó ég gæti örugglega farið vel með það og gert eitt og annað. Það eiginlega blasir við að Kristrún fái stjórnarmyndunarumboð, bæði sem formaður stærsta flokksins og formaður þess flokks sem bætti mestu við sig,“ segir Sigmundur en bendir þó á að Miðflokkurinn hafi bætt hlutfallslega mestu við sig. Gæti myndað ríkisstjórn á níu dögum Fengi hann sjálfur umboðið segist hann geta myndað ríkisstjórn á sjö til níu dögum. Bjarni segir það séríslenskt að flokkar skuldbindi sig ekki í blokkir fyrir kosningar en það tíðkist ekki hér. Þó svo að flokkunum fækki þá sé enn verið að reyna að máta saman flokka. Sem dæmi sé hann með tillögur að átta ríkisstjórnum á blaði og í sjö þeirra sé „flokkurinn sem galt afhroð", sem sé flokkur hans. Sigmundur vill ekki spá fyrir um hverjir verði í ríkisstjórn en segist vona að hún verði borgaraleg. Bjarni segir mikilvægt að mynda borgaralega ríkisstjórn. Hvort hann myndi vilja með Samfylkingu þá sjái hann dæmið ekki endilega ganga upp. Bjarni segist ekki ætla í aðra ríkisstjórn þar sem flokkar sigla í öfuga átt. Þorgerður Katrín segist vilja frjálslynda miðjustjórn. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02 „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45 Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. 1. desember 2024 21:02
„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september 1. desember 2024 20:45
Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega. 30. nóvember 2024 06:04