Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 11:03 Macron gæti ákveðið að skipa starfstjórn fram að þeim tíma sem hann getur rofið þing og boðað aftur til kosninga en það má hann ekki fyrr en næsta sumar. Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, segir vantrauststillöguna einu leiðina til að vernda Frakka frá hættulegum og ósanngjörnum fjárlögum, sem Barnier þvingaði í gegn í gær með því að grípa til undanþáguákvæðis í stjórnarskránni. Hann hafði áður gefið nokkuð eftir og meðal annars samþykkt að koma til móts við kröfur Þjóðfylkingarinnar og annarra um að draga ekki úr greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjakostnaði en það dugði ekki til. Le Pen sagði í morgun að fjárlögin væru ekki aðeins þannig að þau myndu koma niður á almennum borgurum, heldur verða til þess að auka á halla ríkissjóðs sem hefði vaxið gríðarlega í stjórnartíð Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þjóðfylkingin, sem er stærsti flokkurinn á þinginu, verður þó ekki einn í því að styðja vantraust gegn Barnier heldur hyggst bandalag vinstriflokka, sem meðal annars nær til Sósíalista og Græningja, einnig greiða atkvæði með vantrausti. Vantrauststillagan verður tekin fyrir á morgun klukkan 16 og atkvæði líklega greidd um kvöldið. Ef Barnier tapar er gert ráð fyrir að hann muni engu að síður sitja áfram sem forsætisráðherra á meðan Macron reynir að finna annan í hans stað. Forsetinn gæti, tæknilega séð, sett Barnier aftur í embætti en ólíklegt verður að teljast að til þess komi. Víst þykir að vantraust mun valda titringi á mörkuðum og skapa óvissu í efnahagsmálum landsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira