Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 11:31 Arne Slot tjáði sig um stöðu Mohamed Salah á blaðamannafundi í dag Vísir/Getty Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor. Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Liverpool gengur vel undir stjórn Slot sem er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri liðsins. Liverpool er með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, bar sigur úr býtum gegn Manchester City um síðastliðna helgi og er þá einnig á toppi Meistaradeildar Evrópu. Sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, hefur átt fyrirsagnir blaðanna undanfarnar vikur í tengslum við samningsstöðu hans en Egyptinn er að renna út á samningi í Bítlaborginni og bólar ekkert á viðræðum milli hans og félagsins varðandi nýjan samning. Eftir sigurinn á Manchester City um síðustu helgi sagði Salah í viðtali að þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur gegn Manchester City og voru þessi ummæli borin undir slot á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool gegn Newcastle United. „Kannski veit hann eitthvað meira varðandi þessar 115 ákærur á hendur félaginu og að þeir verði ekki í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ég býst hins vegar við þeim í deildinni,“ sagði Slot á blaðamannafundinum.“ City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. City hefur verið ákært í 115 kæruliðum fyrir að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi yfir níu ára tímabil, frá 2009 til 2018. „Þetta er leiðinlegt svar en það er það sama og áður. Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig til þess að tala um samningsmál Salah og nú þegar hef ég kannski sagt of mikið með þessum brandara mínum sem mun að öllum líkindum verða að fyrirsögn. Þetta var grin. Ég endurtek, þetta var grin,” bætti Slot við, hræddur við að ummæli sín um Manchester City yrðu tekin úr samhengi. Forráðamenn Manchester City hafa staðfastlega neitað sök er varðar þessi 115 meintu brot félagsins á fjármálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Óháður dómstóll fer yfir málið en samkvæmt frétt Sky er ólíklegt að úrskurður nefndarinnar verði gerður opinber fyrir næsta vor.
Enski boltinn Fótbolti Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira