Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar 4. desember 2024 09:33 Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Evrópusambandið Sæstrengir Andrés Pétursson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun