Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2024 12:02 Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir er foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði skólans. vísir Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafi tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum. Ótímabundin verkföll stóðu yfir í fáum útvöldum leikskólum áður en aðgerðum var frestað í síðustu viku. Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir, foreldri barns á Leikskóla Seltjarnarness og fulltrúi í foreldraráði segir foreldra í mikilli óvissu varðandi framhaldið en þeir hafi ekki fengið nein svör né loforð á borð við þau sem Fjölbrautarskóli Suðurlands hafi veitt. „Nei við höfum í rauninni bara séð þessa yfirlýsingu Kennarasambandins og það má ekki skilja hana á annan hátt en að við séum á leið aftur í verkfall þann 1. febrúar ef það verður ekki búið að semja.“ Hafa ekki fengið svör við fyrirspurnum Foreldrar hafi sent formlegt erindi á Harald F. Gíslason, formann Félags leikskólakennara og á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins á mánudaginn varðandi framhaldið en hafa engin svör fengið. „Það virðist ekki vera vilji til að breyta neinu þrátt fyrir mikið ákall úr mörgum áttum og alvarlegar gagnrýnisraddir á þessa framkvæmd.“ Foreldrar bugaðir Hún tekur það fram að hún styðji kjarabaráttu kennara en gagnrýnir útfærslu verkfallsins þar sem nokkrar fjölskyldur séu notaðar í baráttunni. Foreldrar séu bugaðir og finnist óhugsandi að verða settir í sömu stöðu eftir tvo mánuði. Margir séu búnir að ganga á allt sumarfrí og nýta alla velvild hjá vinnuveitanda. Margrét veit um nokkra sem hafa misst vinnuna og aðra sem hafa sagt starfi sínu lausu því þeir hafi lítið sem ekkert bakland. Þá séu dæmi um að foreldrar hafi lent á spítala. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er mikil ábyrgð fólgin í því að fara í svona aðgerðir og mikið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við gagnrýnisröddum.“ Íhuga réttarstöðu sína Hún skorar á fulltrúa kennarastéttarinnar að svara fyrirspurnum foreldra. „En svo bara skora ég enn einu sinni á þau að endurhugsa þessar aðgerðir sem við teljum ólögmætar. Foreldrar eru að skoða réttarstöðu sína, við teljum þetta vera ólögmæta aðgerð.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 29. nóvember 2024 15:38