Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar 6. desember 2024 15:02 Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fátt sem sundrar samfélaginu jafn mikið og skoðanir. Skoðanir um öll möguleg málefni hafa skipt fólki í andstæðar og hatursfullar fylkingar. Margir virðast hreinlega vera tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. En þessir aðilar mættu spyrja sig eftirfarandi spurninga: Hvaðan koma skoðanir okkar? Fylgjum við skoðunum fjölskyldu og vina í blindni? Eru skoðanir okkar mótaðar af samfélaginu, hvort heldur á þann hátt að maður þurfi alltaf að vera sammála almenningsálitinu eða alltaf ósammála því? Erum við einfaldlega á móti yfirvöldum og erum þar af leiðandi ósammála öllu sem við teljum þaðan komið? Leyfum við fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og áhrifavöldum að móta skoðanir okkar umhugsunarlaust? Það segir sig sjálft að vel ígrundaðar skoðanir byggja ekki á þessum forsendum. Hvað fær fólk til að skipta um skoðun? Eitt sinn taldi ég mögulegt að breyta skoðunum annarra með rökræðum, en því miður er það yfirleitt ekki hægt. Rökræður geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Rannsóknir benda til þess að flestir herðist í afstöðu sinni þegar þeir heyra mótrök gegn skoðunum sínum, sama hversu góð mótrökin eru. Þeir líta á mótrökin sem persónulega ógn eða móðgun, og fara því strax í vörn. Þetta bendir einmitt til þess að skoðanir flestra séu í raun og veru ekki byggðar á rökum, heldur einhverjum af ofangreindum forsendum, sem eru tilfinningalegar og félagslegar. Þeir virðast fyrst tileinka sér skoðanir og beygja síðan og bjaga röksemdarfærslur þeim til stuðnings. Þessi uppgötvun fékk mig til að endurmeta hvernig skoðanir fólks geti breyst. Þegar á hólminn er komið er það aðeins einstaklingurinn sjálfur sem getur breytt eigin skoðunum, og hann þarf að telja sig hafa góða ástæðu til þess. Þótt sumir fylgi rökhyggju fremur en tilfinningum og hópþrýstingi, virðast þeir ekki vera margir. Sumir eru hræddir við að storka nánum vinum og fjölskyldu með því að skipta um skoðun. Aðrir eru hræddir um að skynsamlega afstaðan sé í ósamræmi við siðferðisgildi sem þeir hafa tileinkað sér. En kannski mættu þeir spyrja sig hvort siðferðisgildi þeirra séu í raun og veru skynsamleg. Þessi grein mun ekki breyta skoðunum nokkurs einstaklings. En mögulega mun hún hjálpa einhverjum að ráðast í endurmat á eigin skoðunum og breyta þeim á eigin spýtur. Til meira er ekki hægt að ætlast. Ef við ætlum á annað borð að standa og falla með skoðunum okkar, tryggjum að minnsta kosti að þær byggi á skynsamlegum forsendum. Höfundur er samfélagsrýnir og fyrrverandi sósíalisti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun