Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 18:41 Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi. Nú beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Heidelberg virðist hvergi af baki dottið í þeim efnum og mun leita að annarri staðsetningu. vísir Íbúar í Ölfusi hafa með afgerandi hætti hafnað því að veita fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn. Oddvita minnihlutans er mjög létt, og bæjarstjóri fagnar því að niðurstaðan sé skýr. Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira