Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 10:31 Annika Lott skoraði umdeilt mark gegn Noregi á EM í gær. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti. Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita