Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 18:17 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, fer fyrir mótmælaaðgerðum norska sambandsins. Getty/Trond Tandberg Norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að styðja úthlutun Alþjóða Knattspyrnusambandsins á næstu tveimur heimsmeistaramótum karla en það verður gefið út formlega á morgun hvar mótin fara fram. Það er ekki eins og það sé mikið val eða mikið leyndarmál hverjir muni halda heimsmeistaramótin eftir sex og tíu ár því það er bara eitt framboð til staðar fyrir hvort mót. FIFA hafði gefið það út að HM 2030 fari fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess sem mótið verður sett með leikjum í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmælis heimsmeistaramótsins. HM 2034 mun síðan fara fram í Sádi Arabíu og líklegast í janúar á því ári. Þótt að þetta hafi verið gefið út þá verður það ekki formlega ákveðið fyrr en á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins og fer sú athöfn fram á morgun. Fulltrúar norska sambandsins höfðu áður sent bréf til stjórnar FIFA þar sem úthlutunin var harðlega gagnrýnd. „Fyrir ársþingið þá lét norska knattspyrnusambandið í ljós áhyggjur sínar oftar en einu sinni hvað varðar úthlutun FIFA á heimsmeistaramótunum 2030 og 2034,“ segir í tilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu. ESPN segir frá. „NFF gagnrýndi formlega framboðsferlið í bréfi til FIFA og setur fram þá kröfu að það bréf verði lesið upp á ársþinginu. Ef valið verður samþykkt þá verður það ekki samhljóða því norska sambandið mun kjósa gegn því. NFF getur ekki stutt ferli sem meingallað og ósamkvæmt lögmálum FIFA um eigin umbætur,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. „Kosningin á morgun snýst ekki um hver fái HM 2030 og HM 2034, því það hefur þegar verið ákveðið,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska sambandsins. FIFA HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Það er ekki eins og það sé mikið val eða mikið leyndarmál hverjir muni halda heimsmeistaramótin eftir sex og tíu ár því það er bara eitt framboð til staðar fyrir hvort mót. FIFA hafði gefið það út að HM 2030 fari fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess sem mótið verður sett með leikjum í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmælis heimsmeistaramótsins. HM 2034 mun síðan fara fram í Sádi Arabíu og líklegast í janúar á því ári. Þótt að þetta hafi verið gefið út þá verður það ekki formlega ákveðið fyrr en á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins og fer sú athöfn fram á morgun. Fulltrúar norska sambandsins höfðu áður sent bréf til stjórnar FIFA þar sem úthlutunin var harðlega gagnrýnd. „Fyrir ársþingið þá lét norska knattspyrnusambandið í ljós áhyggjur sínar oftar en einu sinni hvað varðar úthlutun FIFA á heimsmeistaramótunum 2030 og 2034,“ segir í tilkynningu frá norska knattspyrnusambandinu. ESPN segir frá. „NFF gagnrýndi formlega framboðsferlið í bréfi til FIFA og setur fram þá kröfu að það bréf verði lesið upp á ársþinginu. Ef valið verður samþykkt þá verður það ekki samhljóða því norska sambandið mun kjósa gegn því. NFF getur ekki stutt ferli sem meingallað og ósamkvæmt lögmálum FIFA um eigin umbætur,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. „Kosningin á morgun snýst ekki um hver fái HM 2030 og HM 2034, því það hefur þegar verið ákveðið,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska sambandsins.
FIFA HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira