Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 23:23 Dregið var úr milljónaveltu happdrættis Háskóla Íslands í kvöld. Vísir/Arnar Tæplega níræður maður vann sjötíu skattfrjálsar milljónir króna í Milljónaveltu Happdrættis háskóla Íslands í kvöld. Vinningshafinn hefur átt miða í Happdrættinu alla ævi en móðir hans keypti miða þegar hann fæddist, tveimur árum eftir stofnun Happdrættisins. Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld. Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands segir að allar götur síðan hafi sá gamli átt miðann sem skilaði honum vinninginn. Í gegnum tíðina hafi hann unnið fjölda vinninga en vinningur kvöldsins sé sá stærsti. Fyrsti vinningurinn í Aðalútdrættinum, sjö milljónir króna, féll á trompmiða og því fimmfaldaðist vinningsupphæðin og endaði í 35 milljónum króna. „Miðaeigandinn ætlaði ekki að trúa eigin eyrum þegar hann fékk símtal frá Happdrættinu þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Það má með sanni segja að vinningurinn komi sér vel enda um fimm manna fjölskyldu með unga tvíbura og leikskólabarn að ræða. Miðaeigandinn sagði að það munaði svo sannarlega um 35 skattfrjálsar milljónir fyrir unga fjölskyldu sem væri að koma undir sig fótunum,“ segir í fréttatilkynningunni. Fram kemur að útdráttur kvöldsins hafi verið lokahnykkur á 90 ára afmælisári Happdrættis Háskóla Íslands. Á árinu hafa 48.926 manns skipt á milli sín alls 1.914.655.000 kr. Fyrir utan vinningshafa kvöldsins vann einn miðaeigandi fimmtíu milljónir króna í maí, tólf miðaeigendur fengu sjö skattfrjálsar milljónir hver árið 2024 og átta vinningshafar fengu 2,5 milljónir króna hver. Á afmælisárinu hafa 180 einstaklingar fengið eina milljón króna í vinning í Happdrætti Háskólans á afmælisárinu. Sævar í Nussun ekki sá heppni Sævar Breki Einarsson, annar meðlimur tónlistartvíeykisins Nussun, og Guðrún Lóa Sverrisdóttir kærasta hans, eignuðust tvíbura þann 6. desember. Þrátt fyrir það segist hann ekki vera hinn heppni nýbakaði tvíburafaðir sem vann milljónirnar 35. Frá því greinir hann í Instagram sögu í kvöld.
Fjárhættuspil Háskólar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira