Telja sólarorku ekki vera auðlind Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 14:00 Íslensk gagnavinnsla ehf. vildi fá að setja upp sólarsellur á Miðnesheiði til að kanna möguleika á nýtingu sólarorku. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum. Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær. Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Umsókn fyrirtækisins Íslenskrar gagnavinnslu um rannsóknarleyfi kom til kasta úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í þessari viku. Fyrirtækið, sem rekur gagnaver, kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja umsókninni. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðunina. Í úrskurðinum kemur fram að Íslensk gagnavinnsla hafi sótt um leyfi til fimm ára til að rannsaka möguleika á raforkuvinnslu í sólarorkuveri á Miðnesheiði í Suðurnesjabæ. Sólarorkuverið ætti að framleiða 2,4 megavött og hafa sextíu ára rekstrartíma. Anna Jonna Ármannsdóttir, annar eigenda Íslenskrar gagnavinnslu, segir við Vísi að svæðið sem fyrirtækið hafði augastað á sé Rockville, gamalt athafnasvæði Bandaríkjahers. Viðræður hafi átt sér stað við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um afnot af landinu. Bandaríkjaher var með ratsjárstöð á Rockville-svæðinu á Miðnesheiði. Nú vill gagnavinnslufyrirtæki setja þar upp sólarorkuver.Vísir/Sara Auðlindir aðeins í jörðu eða í vatnsafli Orkustofnun synjaði umsókninni á þeim forsendum að lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu tækju ekki til sólarorku. Lögin næðu til auðlinda í jörðu, í botni vatnsfalla og stöðuvatna og í sjávarbotni auk vatnsafls til raforkuframleiðslu. Í lögunum væru auðlindir skilgreindar sem hvers konar frumefni, efnasambönd og orka „sem vinna má úr jörðu“. Þar sem auðlindalög fælu í sér íþyngjandi skerðingu á eignaréttindum landeigenda á svæði rannsóknarleyfis væri ekki hægt að útvíkka gildissvið þeirra. Úrskurðarnefndin tók undir að lögin um rannsókn og nýtingu væru afmörkuð við auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkuframleiðslu. Því yrði að hafna kröfu Íslenskrar gagnavinnslu um ógildingu ákvörðunar Orkustofnunar. Hefur keypt orku af bændum til rafmyntagraftar Anna Jonna segir að með úrskurðinum sé ljóst að fyrirtækið þurfi ekki á rannsóknarleyfi að halda til þess að undirbúa sólarorkuver. Fyrirtækið hafi talið að skera þyrfti úr um það. Það þurfi aftur á móti að afla sér annars konar leyfa fyrir starfseminni. Að úrskurðinum fengnum ætli fyrirtækið að skoða möguleika sína og hvað það geri í framhaldinu. Íslensk gagnavinnsla býður á vefsíðu sinni upp á gagnageymslu og vinnslu „í samstarfi við raforkubændur“. Bændablaðið sagði frá því í nóvember 2022 að fyrirtækið hefði átt í samstarfi við bændur á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit með það að markmiði að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Áður hafði það sett upp lítið gagnaver á bænum sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjun þar. Hinn eigandi Íslenskrar gagnavinnslu er Krista Hannesdóttir. Fjallað hefur verið um samstarf hennar við bændur um rafmyntanámuvinnslu. Hún hefur greitt bændum fyrir umframorku þeirra sem hefur svo verið notuð til þess að knýja tölvubúnað sem grefur eftir rafmyntum á bóndabæjum. Anna Jonna segir að áformin á Rockville-svæðinu tengist ekki rafmyntagreftri beint. Eina tengingin sé að fyrirtækið reki gagnaver. Nokkrar stoðir séu undir rekstri fyrirtækisins og raforkuframleiðsla átti að vera viðbót við þær.
Orkumál Suðurnesjabær Rafmyntir Sólin Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira