Mourinho daðrar við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 06:31 Jose Mourinho var í þrjú ár sem stjóri Real Madrid en náði ekki að vinna Meistaradeildina. Hann útilokar ekki að snúa aftur. Getty/Richard Sellers José Mourinho, þjálfari tyrkneska félagsins Fenerbahce, útilokar það ekki að taka aftur við spænska stórliðinu Real Madrid. Hvort félagið hafi áhuga á því er samt allt önnur saga. Mourinho er nú 61 árs en hann gerði Real að spænskum meisturum og spænskum bikarmeisturum á sínum tíma. Portúgalinn stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Hann vann hins vegar ekki Meistaradeildina sem Real Madrid átti eftir að vinna þrjú ár í röð undir stjórn Zinedine Zidane frá 2016 til 2018. Mourinho var spurður út í þann möguleika á blaðamannafundi að snúa til baka til Real Madrid. ESPN segir frá. Real Madrid gæti verið í þjálfaraleit á næstu árum því Carlo Ancelotti er líklegur til að stíga frá borði. „Ég hef alltaf sagt að ég er mikill aðdáandi Real Madrid. Þeir hafa nú besta þjálfarann í heimi, vin minn Carlo [Ancelotti]. Hann er að standa sig vel. Framtíðin ræðst á því hvað forsetinn [Florentino Perez] vill gera,“ sagði Mourinho. „Ef hann vill fá ungan þjálfara eins og Xabi [Alonso] eða halda áfram á sömu línu og með Carlo, þjálfara með reynslu. Hann gæti líka horft til þjálfara varaliðsins eins og Raul eða yngriflokkaþjálfarann [ Alvaro] Arbeloa. Það eru því margar leiðir færar,“ sagði Mourinho. Það fer ekkert á milli mála að hann sjálfur er þá gott dæmi um þjálfara með mikla reynslu. Samningur hins 65 ára gamla Ancelotti rennur út í júní 2026. Mourinho hélt áfram að daðra við Real Madrid. „Florentino [Perez] hefur ekki tekið margar slæmar ákvarðanir hjá Real og ég er viss um það, sem stuðningsmaður Real Madrid, að hann tekur rétta ákvörðun með næsta þjálfara,“ sagði Mourinho. Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Mourinho er nú 61 árs en hann gerði Real að spænskum meisturum og spænskum bikarmeisturum á sínum tíma. Portúgalinn stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Hann vann hins vegar ekki Meistaradeildina sem Real Madrid átti eftir að vinna þrjú ár í röð undir stjórn Zinedine Zidane frá 2016 til 2018. Mourinho var spurður út í þann möguleika á blaðamannafundi að snúa til baka til Real Madrid. ESPN segir frá. Real Madrid gæti verið í þjálfaraleit á næstu árum því Carlo Ancelotti er líklegur til að stíga frá borði. „Ég hef alltaf sagt að ég er mikill aðdáandi Real Madrid. Þeir hafa nú besta þjálfarann í heimi, vin minn Carlo [Ancelotti]. Hann er að standa sig vel. Framtíðin ræðst á því hvað forsetinn [Florentino Perez] vill gera,“ sagði Mourinho. „Ef hann vill fá ungan þjálfara eins og Xabi [Alonso] eða halda áfram á sömu línu og með Carlo, þjálfara með reynslu. Hann gæti líka horft til þjálfara varaliðsins eins og Raul eða yngriflokkaþjálfarann [ Alvaro] Arbeloa. Það eru því margar leiðir færar,“ sagði Mourinho. Það fer ekkert á milli mála að hann sjálfur er þá gott dæmi um þjálfara með mikla reynslu. Samningur hins 65 ára gamla Ancelotti rennur út í júní 2026. Mourinho hélt áfram að daðra við Real Madrid. „Florentino [Perez] hefur ekki tekið margar slæmar ákvarðanir hjá Real og ég er viss um það, sem stuðningsmaður Real Madrid, að hann tekur rétta ákvörðun með næsta þjálfara,“ sagði Mourinho.
Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira