Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir og Erna Magnúsdóttir skrifa 12. desember 2024 15:01 Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar stjórnarmyndunarumræður eiga sér stað viljum við hvetja flokkana sem að þeim standa til þess að setja vísinda- og háskólamál í forgrunn. Vísindin eru langt frá því að vera einkamál þeirra sem þau stunda heldur eru þau mikilvæg öllu samfélaginu. Vísindin eru lykilþáttur í samfélagsþróun en samfélagsleg áhrif þeirra eru oft þess eðlis að erfitt getur reynst að mæla þau í krónum og aurum. Áhrif vísinda eru helst mælanleg í krónum talið þegar kemur að áhrifum á atvinnulíf og nýsköpun. Með öflugum vísindum menntum við starfsfólk framtíðarinnar á öllum sviðum og búum til tækifæri nýsköpunar. Hér má nefna mörg dæmi úr íslensku atvinnulífi. Þar má nefna þróun lyfjaiðnaðarins, vöxt líftækni og tilurð tölvugeirans á Íslandi en í öllum þessum tilfellum var háskólastarfsemin grunnurinn. Hér má einnig nefna dæmi eins og forvarnir gegn vímuefnaneyslu ungs fólks, þar sem Ísland hefur verið fyrirmynd annarra landa vegna góðs árangurs, sem byggir á brautryðjendarannsóknum íslensks vísindafólks á líðan og hegðun barna og ungmenna. Undanfarin misseri hafa orðið miklar framfarir í umbúnaði nýsköpunar á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar, Tækniþróunarsjóður, hefur verið efldur, endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki rúma 11 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 16 milljarða á núverandi fjárlögum og stefnir í 17 milljarða árið 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað að raunvirði ár eftir ár. Svo illa er komið fyrir fjármögnun grunnrannsókna að nýveiting úr Rannsóknasjóði árið 2025 verður á pari við það sem gerðist rétt eftir fjármálahrun og árangurshlutfallið verður það lægsta frá upphafi styrkveitinga. Á meðan við fögnum aukinni áherslu á nýsköpun þá vörum við við þessari þróun. Að skrúfa á þennan hátt fyrir súrefni til grunnrannsókna á Íslandi veldur því að þekkingarsköpunin er kæfð í fæðingu og möguleikar okkar til áframhaldandi þróunar öflugs nýsköpunar- og þekkingarsamfélags á Íslandi verða verulega takmarkaðir. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunnstarfsemi háskóla. Vísindafólk sem starfar við háskóla kennir nemum í grunnnámi og þjálfar framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Flestar þær tækniframfarir sem við njótum í nútímasamfélagi eiga uppruna sinn í gróskumiklu vísinda- og nýsköpunarsamfélagi háskóla. Sem dæmi má nefna að hvern einasta íhlut í snjallsíma má rekja til grunnrannsókna og nýsköpunar í háskólum. Ánægjulegt er að með tilkomu Auðnu, sem er tæknitorg íslenskra háskóla og rannsóknastofnana, hefur fjöldi einkaleyfaumsókna úr háskólaumhverfinu margfaldast. Hins vegar er hætt við að sú þróun snúist hratt við þegar áhrif skerðingar stuðnings við grunnrannsóknir koma fram. Því er mikilvægt að stjórnvöld grípi inn í á skjótan og öruggan hátt og blási til sóknar. Til að efla enn frekar nýsköpun í atvinnulífinu er því mikilvægt að efla samkeppnissjóði hins opinbera til muna, einkum stærstu sjóðina sem eru Rannsóknasjóður, Innviðasjóður og Tækniþróunarsjóður. Íslensku sjóðirnir eru forsenda þess að íslenskt vísindafólk geti sótt stærri styrki til Evrópusambandsins. Þeir eru drifkraftur vísinda og tækni í landinu. Mikilvægt er að benda á að stærstur hluti slíkra styrkja fer í að greiða ungu vísindafólki laun á meðan það vinnur að rannsókna- og þróunarverkefnum og skapar því ný tækifæri fyrir ungt fólk til að koma hugviti sínu í farveg. Hluti þessara vísindamanna er efnilegt erlent vísindafólk sem kýs að vinna slíkt starf á Íslandi sem og íslenskt vísindafólk sem hefur fengið dýrmæta þjálfun erlendis og fær tækifæri til að snúa aftur til Íslands í krafti styrkja frá samkeppnissjóðunum. Vísinda- og þróunarstarf getur því valdið spekiaukningu (brain gain) á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Af ofangreindu ætti að vera ljóst að mikið er í húfi að hlúa að dýrmætu vísindastarfi á Íslandi á næstu árum. Sóknarfærin eru mörg, en þau eru fljót að ganga okkur úr greipum ef ekki er brugðist við á viðeigandi hátt. Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild HÍ Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ Erna Magnúsdóttir dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun