Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 15:21 Ekki liggur fyrir hvenær Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV mæta FH í bikarleik. Eða hvort þeir mæta þeim ef dómi Dómstóls HSÍ verður snúið við. vísir/anton Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar. Haukar unnu ÍBV, 37-29, í sextán liða úrslitum Powerade bikarsins sunnudaginn 17. nóvember. Eyjamenn kærðu hins vegar Haukar fyrir að nota ólöglegan leikmann og var í kjölfarið dæmdur 0-10 sigur. ÍBV dróst svo gegn FH í átta liða úrslitum Powerade bikarsins. Haukar áfrýjuðu dómi Dómstóls HSÍ en ekki er enn komin niðurstaða í það mál. ÍBV og FH áttu að mætast í Eyjum næsta miðvikudag en leiknum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og venjulega verður ekkert spilað í Olís-deild karla í janúar vegna stórmóts hjá karlalandsliðinu. Leikur ÍBV og FH gæti því ekki farið fram fyrr en í febrúar á nýju ári. Fyrstu deildarleikirnir í Olís-deild karla á nýju ári verða þriðjudaginn 4. febrúar. Leika á undanúrslit Powerade bikars karla 26. febrúar. Ný regla Eyjamenn kærðu Hauka fyrir að brjóta nýja reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins en Haukar segja að hann hafi hafist seinna en áætlað var vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Leikskýrslurnar voru slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Erfiðlega gekk þó að prenta út skýrslu til yfirferðar en þegar það tókst loks var innan við klukkutími í leik. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Dómstóll HSÍ dæmdi ÍBV í vil en Haukar áfrýjuðu úrskurðinum. Og enn hefur ekki fengið niðurstaða í það mál eins og fyrr sagði. Telja að skýrslan sé ekki rétt Eftir að ÍBV hafði verið dæmdur sigur ræddi Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, við Vísi þar sem hann sagði meðal annars telja að skýrsla eftirlitsmannsins hafi ekki verið rétt. „Mikil vonbrigði. Mjög svekktir með þetta og kom okkur mjög mikið á óvart miðað við hvernig þetta var allt saman,“ sagði Ásgeir Örn. „Mér fannst við vinna leikinn sannfærandi og eiga það fyllilega skilið að fara áfram. Það er í anda leiksins að betra liðið eigi að komast áfram. Maður getur sett spurningamerki við það hvernig maður vill komast áfram í bikarnum en það er ekki mitt að dæma um það. Mér finnst þessi skýrsla sem var send inn af eftirlitsmanni, held að hún sé bara alls ekki sönn. Held hún sé bara ekki rétt.“ Leikur Hauka og ÍBV dró dilk á eftir sér vegna þess sem gerðist innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var nefnilega dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns Hauka. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. 27. nóvember 2024 12:03 ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Haukar unnu ÍBV, 37-29, í sextán liða úrslitum Powerade bikarsins sunnudaginn 17. nóvember. Eyjamenn kærðu hins vegar Haukar fyrir að nota ólöglegan leikmann og var í kjölfarið dæmdur 0-10 sigur. ÍBV dróst svo gegn FH í átta liða úrslitum Powerade bikarsins. Haukar áfrýjuðu dómi Dómstóls HSÍ en ekki er enn komin niðurstaða í það mál. ÍBV og FH áttu að mætast í Eyjum næsta miðvikudag en leiknum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og venjulega verður ekkert spilað í Olís-deild karla í janúar vegna stórmóts hjá karlalandsliðinu. Leikur ÍBV og FH gæti því ekki farið fram fyrr en í febrúar á nýju ári. Fyrstu deildarleikirnir í Olís-deild karla á nýju ári verða þriðjudaginn 4. febrúar. Leika á undanúrslit Powerade bikars karla 26. febrúar. Ný regla Eyjamenn kærðu Hauka fyrir að brjóta nýja reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins en Haukar segja að hann hafi hafist seinna en áætlað var vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Leikskýrslurnar voru slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Erfiðlega gekk þó að prenta út skýrslu til yfirferðar en þegar það tókst loks var innan við klukkutími í leik. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Dómstóll HSÍ dæmdi ÍBV í vil en Haukar áfrýjuðu úrskurðinum. Og enn hefur ekki fengið niðurstaða í það mál eins og fyrr sagði. Telja að skýrslan sé ekki rétt Eftir að ÍBV hafði verið dæmdur sigur ræddi Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, við Vísi þar sem hann sagði meðal annars telja að skýrsla eftirlitsmannsins hafi ekki verið rétt. „Mikil vonbrigði. Mjög svekktir með þetta og kom okkur mjög mikið á óvart miðað við hvernig þetta var allt saman,“ sagði Ásgeir Örn. „Mér fannst við vinna leikinn sannfærandi og eiga það fyllilega skilið að fara áfram. Það er í anda leiksins að betra liðið eigi að komast áfram. Maður getur sett spurningamerki við það hvernig maður vill komast áfram í bikarnum en það er ekki mitt að dæma um það. Mér finnst þessi skýrsla sem var send inn af eftirlitsmanni, held að hún sé bara alls ekki sönn. Held hún sé bara ekki rétt.“ Leikur Hauka og ÍBV dró dilk á eftir sér vegna þess sem gerðist innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var nefnilega dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns Hauka.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. 27. nóvember 2024 12:03 ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. 27. nóvember 2024 12:03
ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44