Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 15. desember 2024 08:00 Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun