RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar 13. desember 2024 10:30 Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Nánast öll börn sýkjast af veirunni á fyrstu 2-3 æviárum sínum en með mismunandi miklum einkennum. Veiran veldur kvefi og stundum hósta hjá eldri börnum og fullorðnum en yfirleitt ekki alvarlegum veikindum. Aldraðir og hrumir geta þó veikst alvarlega. Börn yngri en eins árs, og sérstaklega börn undir sex mánaða aldri, eru í mestri hættu á miklum einkennum og geta þurft innlögn á Barnaspítala Hringsins. Sjaldgæft er að sýkingin valdi dauðsföllum þar sem góð heilbrigðisþjónusta er í boði. Í lágtekjulöndum veldur veiran enn meiri skaða og látast yfir 100.000 börn árlega á heimsvísu. RSV veiran veldur bólgum í smæstu einingum loftvega hjá ungum börnum sem leiðir til öndunarerfiðleika og getur leitt til þess að súrefnismettun í blóði verður verri. Börnin verða móð og eiga stundum erfitt með að nærast. Meðferðin við veirunni er fyrst og fremst í formi stuðnings við börn sem eru veik, stundum þarf súrefnisgjöf og aðstoð með næringu. Stundum er reynd innöndunarmeðferð með pústum til stuðnings við öndunarfæraeinkennin en engin lyfjameðferð er til við veirusýkingunni. Börn geta hins vegar fengið bakteríusýkingu s.s. eyrnabólgu eða lungnabólgu í kjölfar RSV sýkingar sem leiðir til sýklalyfjameðferðar, og er það nokkuð algengt. Margt bendir til þess að börn sem veikjast snemma af veirunni séu líklegri til að hafa astma einkenni fyrstu fjögur ár ævinnar en þau sem veikjast ekki. Fjölmörg börn hafa leitað á Barnaspítala Hringsins undanfarnar vikur og mörg þeirra hefur þurft að leggja inn til stuðnings og sum þurft gjörgæslumeðferð. Álagið er mjög mikið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og legudeildin full af börnum með sýkinguna. Miklar framfarir hafa orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn veirunni og nú eru til bólusetningar fyrir verðandi mæður og mótefnagjafir fyrir nýfædd börn. Nokkur Evrópulönd hafa nú þegar innleitt slíkar aðgerðir þar sem öllum nýfæddum börnum er boðin mótefnagjöf sem dugar í allt að níu mánuði. Árangurinn af þessum aðgerðum er mjög góður. Bólusetning barnshafandi kvenna dregur einnig greinilega úr smiti nýfæddra barna fyrstu mánuði ævinnar. Mótefnagjafirnar (nirsevimab) eða bólusetning barnshafandi kvenna koma ekki í veg fyrir smit, en minnka verulega hættuna á alvarlegum veikindum, og sýna nýlegar rannsóknir um 80% árangur. Ljóst er að ef slíkar aðgerðir yrðu innleiddar hér á landi myndi það draga verulega úr veikindum ungra barna vegna RS veirunnar, draga úr notkun sýkla- og innúðalyfja, fækka smitum til aldraðra og draga úr fjarvistum foreldra frá vinnu. Kostnaður við að bjóða öllum nýfæddum börnum á Íslandi slíka fyrirbyggjandi meðferð er vissulega mikill, en auðveldlega má færa rök fyrir því að það sé þó kostnaðarhagkvæmt þegar allt er tekið saman. Með heilsu ungra barna að leiðarljósi er von til þess að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi bjóði þessa fyrirbyggjandi meðferð sem allra fyrst. Fyrir foreldra ungra barna má benda á alþjóðlega heimasíðu um RSV veiruna sem inniheldur ýmsan fróðleik og er einnig hægt að notast við spjallmenni sem svarar spurningum um ýmis málefni sem tengjast veirunni og einkennum sem hún veldur. Höfundur er barnasmitsjúkdómlæknir og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun