Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir, Kristmundur Pétursson, Vera Illugadóttir, Jóhannes Þór Skúlason, Hannes Sasi Pálsson, Hrönn Svansdóttir og Sveinn Kjartansson skrifa 13. desember 2024 13:30 Nú fara fram stjórnarmyndunarviðræður þar sem þrír flokkar reyna að ná saman um stjórnarsáttmála, þau mál sem lögð verður áhersla á af hálfu ríkisstjórnarinnar næstu fjögur árin. Við hinsegin fólk höfum notið þess undanfarin tvö kjörtímabil að íslensk stjórnvöld hafa sett bætta réttarstöðu okkar í stjórnarsáttmála, með góðum árangri. Við vorum í þeirri stöðu að samfélagslegt samþykki og umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki á Íslandi var í hæstu hæðum, en lagabókstafurinn þurfti uppfærslu til samræmis. Þingfólk úr stjórnmálaflokkum þvert á hið pólitíska litróf hefur á undanförnum árum lyft grettistaki í því að setja og uppfæra lög þannig að þau nái betur utan um hinsegin tilveru og líf, og verndi okkur þegar á þarf að halda. Við höfum, í kjölfarið, færst úr 18. í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA-Europe - samanburðarkorti yfir lagaleg réttindi hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu. Þessum árangri getum við öll verið stolt af og þverpólitísk samstaða um réttindi okkar hefur vakið eftirtekt á heimsvísu. En hvað þarf hinsegin fólk á Íslandi þá meira? Er þetta ekki bara komið? Líkt og ljóst hefur orðið á allra síðustu árum þarf sífellt að viðhalda árangri í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Algjört grundvallaratriði í þeim efnum er að ný ríkisstjórn ákveði að halda áfram með aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks, en árið 2025 lýkur þeirri aðgerðaáætlun sem nú er í gildi. Ný aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks Aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 hefur verið afar gott tæki til þess að þoka hinsegin réttindum áfram á undanförnum árum. Rannsóknaráhersla hennar hefur nú þegar skilað mun betri þekkingu á stöðu hinsegin fólks í samfélaginu, sem er grundvallaratriði fyrir frekari stefnumótun. Mikilvægt er að ný aðgerðaáætlun taki strax við af þeirri fyrri og að áframhaldandi aðgerðir byggi á þeim gögnum sem safnast. Þar sem við í Samtökunum ‘78 búum yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum leggjum við hér fram hugmyndir að málefnum sem ný aðgerðaáætlun getur tekið á, en aðgerðir í þessum málaflokkum væru til þess fallnar að bæta lífsgæði og réttindi hinsegin fólks á Íslandi. Fjölskylduréttindi Við þurfum uppfærð barnalög þar sem gert er ráð fyrir því að fleiri en tveir einstaklingar geti eignast barn saman. Nú þegar er til fjöldi íslenskra barna sem eiga fleiri en tvo foreldra frá upphafi. Þessi börn hafa ekkert tilkall til sumra foreldra sinna og foreldrar þeirra sömuleiðis ekki til þeirra. Þetta fjölskylduform einskorðast ekki við hinsegin fólk, en er þó ansi algengt innan okkar raða. Dæmi væri hægt að taka af lesbísku pari sem eignast barn með samkynhneigðum vini sínum, en lögum samkvæmt eru aðeins tveir foreldrar skráðir og njóta t.d. fæðingarorlofs. Barnið, sem ekkert þekkir annað en að eiga þrjá foreldra, er í algjöru lagalegu tómarúmi gagnvart annarri móður sinni. Fordæmi eru fyrir lagasetningu til að bæta réttarstöðu þessara barna, t.d. í Danmörku, þar sem hægt er að skrá svokallaða félagslega foreldra (d. sociale forældre) frá upphafi. Einnig er til löng og ítarleg skýrsla um málið frá hollenskum stjórnvöldum. Við hvetjum nýja ríkisstjórn til þess að skoða þessi mál af alvöru, með hag barnanna að leiðarljósi. Heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk Á undanförnum árum hefur heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk batnað mikið og unnið hefur verið vel á biðlistum bæði hjá transteymi fullorðinna á Landspítala og hjá transteymi BUGL. Þó er ýmislegt sem þarf að huga að. Foreldrar barna og ungmenna með kynama (e. gender dysphoria) þurfa að geta fengið viðeigandi þjónustu og ráðgjöf, t.d. á heilsugæslu, og þá er sérstaklega mikilvægt að grundvallarþekking sé til staðar hjá starfsfólki. Þannig væri hægt að létta á transteymi BUGL og auka stuðning við þær fjölskyldur sem þurfa ekki á sértækri þjónustu BUGL að halda. Einnig þarf að endurskoða og skýra þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu, t.d. er varðar aðgerðir, háreyðingu, varðveislu kynfruma fyrir hormónagjöf og fleira. Það er óásættanlegt að aðgengi fólks að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu ráðist af efnahag. Áframhaldandi heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk á öllum aldri í takti við bestu mögulegu þekkingu er auðvitað eitt af því sem standa verður vörð um á næstu árum. Ísland er framarlega í þessum efnum á heimsvísu og það skiptir máli að þjónustan sé vel fjármögnuð, svo hún standi áfram undir ítrustu kröfum og ekki síst svo að trans fólk hafi jafnan aðgang að henni. Hinsegin fólk á flótta Því miður er staða hinsegin fólks víða afar bág á heimsvísu. Enn er ólöglegt í 64 löndum að vera samkynhneigður og í sumum ríkjum heims á fólk yfir höfði sér dauðarefsingu. Þar sem tilvera okkar er ekki beinlínis ólögleg er félagslegt umhverfi hinsegin fólks víða svo íþyngjandi að fólk er í lífshættu eða býr við verulega skert lífsgæði vegna þess hver þau eru. Margt hinsegin fólk flýr þess vegna heimalönd sín vegna ofsókna og ofbeldis, og verður einnig fyrir ofbeldi á flóttanum - t.a.m. í flóttamannabúðum. Harka í málefnum þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd bitnar því sérstaklega illa á hinsegin fólki, og búsetuúrræði þar sem margt fólk býr á sama stað henta hópnum afar illa. Við viljum gjarnan sjá áframhaldandi móttöku hinsegin kvótaflóttafólks, bættar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd og að fólki sé ekki vísað frá landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar án þess að mál þess séu rannsökuð nægilega vel. Öruggt upprunaríki í skilningi útlendingalaga er það ekki alltaf fyrir hinsegin fólk. Heilbrigðisþjónusta fyrir intersex fólk Ísland er mjög framarlega þegar kemur að því að tryggja vernd intersex fólks, þá sérstaklega ungra barna, fyrir ónauðsynlegum inngripum í líkama þeirra. Þó hefur reynsla undanfarinna ára gert okkur ljóst að þegar foreldrar komast að því að barnið þeirra sé intersex er ekki nægilega vel tekið utan um þau af hálfu heilbrigðiskerfisins. Við viljum að sálfélagslegur stuðningur fyrir foreldra intersex barna verði aukinn til muna. Einnig verður að tryggja að þverfaglegur starfshópur á grundvelli bráðabirgðaákvæðis í lögum um kynrænt sjálfræði verði skipaður og skili niðurstöðu sem fyrst. Eldri kynslóðir Nú um stundir er fólkið sem hóf réttindabaráttu homma og lesbía á Íslandi, sem mörg komu úr felum á 8. og 9. áratugnum, að eldast. Einnig er nokkuð algengt að fólk af sömu kynslóð komi út á efri árum, t.d. eftir andlát maka. Þegar vel meinandi fólk telur sig koma eins fram við alla verða sís-gagnkynhneigð viðmið yfirleitt ofan á. Norrænar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að margt eldra hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigt fólk og trans fólk, hrökklast aftur inn í skápinn þegar að því kemur að þau þurfa að þiggja þjónustu og stuðning á heimili sínu eða á öldrunarheimilum. Meðvitund og þekking á sérstökum aðstæðum eldra hinsegin fólks þarf að aukast í öllu kerfinu, svo fólk geti verið það sjálft alla ævi. Geðheilsa hinsegin barna og ungmenna Mikið hefur verið fjallað um versnandi geðheilsu ungmenna, kvíða, skólaforðun, áhættuhegðun o.s.frv. Hinsegin börn og ungmenni eru í sérstökum áhættuhópi hvað þessa þætti varðar, en þess ber að geta að á milli 15 og 20% barna og ungmenna eru hinsegin, ef miðað er við tölur úr íslensku æskulýðsrannsókninni. Einn lykilþáttur í geðvernd og styrkari félagslegri stöðu hinsegin ungmenna er þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi. Þar hefur félagsmiðstöðvastarf verið einna mikilvægast á undanförnum árum. Í Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar mæta um 120 ungmenni í hverri viku, en að auki mætir nokkur fjöldi ungmenna 16 ára og eldri í félagsmiðstöð og sértækt hópastarf hjá Samtökunum ‘78. Þótt félagsmiðstöðin sé rekin í samstarfi við Reykjavík koma þessi ungmenni alls staðar að og sækja í öruggt, styðjandi umhverfi þar sem þau geta tekið þátt á eigin forsendum og segja að í Hinsegin félagsmiðstöðinni hafi þeim loksins fundist þau tilheyra. Félagsmiðstöðina þarf að styrkja og styðja verður við sambærilegt starf um allt land. Hinsegin félagsmiðstöðvastarf á það yfirleitt sameiginlegt að vera sprottið upp af ástríðu starfsfólks og að fjármögnun er ekki örugg. Ungmenni geta því ekki verið viss um að ganga að hinsegin félagsmiðstöðvastarfi vísu, sem kippir stoðunum undan því öryggi sem þar er verið að reyna að skapa. Hinseginvænt skólaumhverfi er annar lykilþáttur sem styður við bætta geðheilsu hinsegin barna og ungmenna, en þar skiptir máli að kveðið sé skýrt á um inngildingu nemenda óháð kynhneigð, kyntjáningu, kynvitund og kyneinkennum í lögum um grunnskóla (kynhneigð er einungis talin upp í núgildandi lögum) og að hinsegin málefni eigi áfram sinn sess í aðalnámskrá bæði grunn- og framhaldsskóla. Til þess að stuðla að hinseginvænna skólaumhverfi hafa Samtökin ‘78 gert fræðslusamninga við fjölda sveitarfélaga á undanförnum árum og fræða nemendur og starfsfólk með reglulegu millibili, en mikilvægt er að meðvitund um hinsegin málefni nái sem víðast inn í daglegt skólastarf og sé ekki bundin við pólitískan vilja sveitarstjórna hverju sinni. Samstarf við Samtökin ‘78 Samtökin ‘78 eru burðarstólpi fyrir íslenskt hinsegin samfélag. Við leitumst á hverjum degi við að leysa þau vandamál sem hið opinbera annað hvort nær ekki að takast á við eða getur ekki tekist á við. Eins og staðan er núna er aðeins einn embættismaður í fullu starfi hjá ríkinu sem fæst við málefni hinsegin fólks eingöngu. Þess vegna er afar mikilvægt að samhliða því að þekking verði aukin innan kerfisins sé sérfræðiþekkingunni innan Samtakanna ‘78 viðhaldið svo hún nýtist bæði embættis- og stjórnmálafólki við ákvarðanatöku í okkar málefnum. Líkt og áður sagði fyllum við í þau göt sem við sjáum í kerfinu. Við veitum gjaldfrjálsa sálfélagslega ráðgjöf og lögfræðiráðgjöf til hinsegin fólks, fjölskyldna þeirra og fagfólks, fræðum fólk um málefni hinsegin fólks um allt land og meðal starfsfólks hinna ýmsu fagstétta, höldum viðburði og námskeið, gefum út bæklinga og fræðsluefni, höldum að jafnaði úti 6-7 stuðningshópum, faglegu félagsmiðstöðvastarfi fyrir 10-12 ára, 13-15 ára og 16-17 ára, sértækum hópum fyrir 18-25 ára og 60+, sinnum hagsmunabaráttu og vinnum í sífellu að yfirmarkmiði félagsins: að hinsegin fólk verði sýnilegt og njóti fyllstu réttinda í samfélaginu. Til þess að geta sinnt þessu starfi þurfum við, eins og gefur að skilja, fjármagn. Þrátt fyrir aukin framlög frá hinu opinbera undanfarin ár vantar Samtökin ‘78 u.þ.b. 20-30 milljónir til viðbótar á ársgrundvelli til þess að standa undir starfinu okkar eins og það er í dag - við þurfum því að óbreyttu að skera niður á næsta ári. Eftirspurn eftir fræðslu, ráðgjöf og stuðningi hefur á sama tíma aldrei verið meiri, enda vorum við vanfjármagnað félag árum saman og ljóst í okkar huga að þörfin er uppsöfnuð. Þó er mikilvægt að árétta að óskastaða okkar væri auðvitað sú að meðvitund um hinsegin málefni væri til staðar alls staðar í samfélaginu, þá sérstaklega hjá fagfólki í hinum ýmsu greinum, og að Samtökin ‘78 kæmu aðeins að sértækari verkefnum, félagsstarfi og beinni hagsmunabaráttu. Það er þó ekki raunveruleikinn sem við búum við, en til lengri tíma er það stefnan sem ber að taka. Til þess þurfum við liðsinni stjórnvalda. Að lokum Þegar afturhaldsöfl sækja að hinsegin réttindum og kvenréttindum um allan heim er mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland að standa fast í fæturna og halda svo áfram veginn. Við berum þá von í brjósti að Ísland haldi stöðu sinni fremst í flokki og verði fólki um allan heim áframhaldandi innblástur: Að til sé land þar sem hinsegin fólk býr við frelsi til að vera það sjálft, þar sem hinsegin fólk er ekki aðeins umborið heldur fær að tilheyra og þar sem meirihlutasamfélagið stendur vörð um réttindi þeirra. Áframhaldandi aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks er lykilatriði á þeirri vegferð. Við óskum forsvarsfólki flokkanna þriggja góðs gengis í stjórnarmyndunarviðræðum og vonum að hinsegin málefni fái góðan hljómgrunn hjá þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður, sem og hjá þeim flokkum sem skipa munu stjórnarandstöðu. Samtökin ‘78 eru, hér eftir sem hingað til, boðin og búin að aðstoða bæði stjórnmála- og embættisfólk hins opinbera við stefnumótun í málaflokknum. Höfundar eiga sæti í stjórn Samtakanna ‘78. Orðskýringar Intersex manneskja er manneskja sem hefur frá náttúrunnar hendi ódæmigerð kyneinkenni, það er að segja kyneinkenni sem falla ekki algerlega að samfélagslega stöðluðum hugmyndum um karl- og kvenkyn. Intersex nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum. Trans fólk á það sameiginlegt að kynvitund þeirra, þ.e. upplifun á eigin kyni, er önnur en það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu á grundvelli kyneinkenna. Sís-gagnkynhneigð viðmið er hugmyndin um að allt fólk sé gagnkynhneigt og sís (ekki trans). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Jóhannes Þór Skúlason Hinsegin Mannréttindi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara fram stjórnarmyndunarviðræður þar sem þrír flokkar reyna að ná saman um stjórnarsáttmála, þau mál sem lögð verður áhersla á af hálfu ríkisstjórnarinnar næstu fjögur árin. Við hinsegin fólk höfum notið þess undanfarin tvö kjörtímabil að íslensk stjórnvöld hafa sett bætta réttarstöðu okkar í stjórnarsáttmála, með góðum árangri. Við vorum í þeirri stöðu að samfélagslegt samþykki og umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki á Íslandi var í hæstu hæðum, en lagabókstafurinn þurfti uppfærslu til samræmis. Þingfólk úr stjórnmálaflokkum þvert á hið pólitíska litróf hefur á undanförnum árum lyft grettistaki í því að setja og uppfæra lög þannig að þau nái betur utan um hinsegin tilveru og líf, og verndi okkur þegar á þarf að halda. Við höfum, í kjölfarið, færst úr 18. í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA-Europe - samanburðarkorti yfir lagaleg réttindi hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu. Þessum árangri getum við öll verið stolt af og þverpólitísk samstaða um réttindi okkar hefur vakið eftirtekt á heimsvísu. En hvað þarf hinsegin fólk á Íslandi þá meira? Er þetta ekki bara komið? Líkt og ljóst hefur orðið á allra síðustu árum þarf sífellt að viðhalda árangri í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Algjört grundvallaratriði í þeim efnum er að ný ríkisstjórn ákveði að halda áfram með aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks, en árið 2025 lýkur þeirri aðgerðaáætlun sem nú er í gildi. Ný aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks Aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 hefur verið afar gott tæki til þess að þoka hinsegin réttindum áfram á undanförnum árum. Rannsóknaráhersla hennar hefur nú þegar skilað mun betri þekkingu á stöðu hinsegin fólks í samfélaginu, sem er grundvallaratriði fyrir frekari stefnumótun. Mikilvægt er að ný aðgerðaáætlun taki strax við af þeirri fyrri og að áframhaldandi aðgerðir byggi á þeim gögnum sem safnast. Þar sem við í Samtökunum ‘78 búum yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum leggjum við hér fram hugmyndir að málefnum sem ný aðgerðaáætlun getur tekið á, en aðgerðir í þessum málaflokkum væru til þess fallnar að bæta lífsgæði og réttindi hinsegin fólks á Íslandi. Fjölskylduréttindi Við þurfum uppfærð barnalög þar sem gert er ráð fyrir því að fleiri en tveir einstaklingar geti eignast barn saman. Nú þegar er til fjöldi íslenskra barna sem eiga fleiri en tvo foreldra frá upphafi. Þessi börn hafa ekkert tilkall til sumra foreldra sinna og foreldrar þeirra sömuleiðis ekki til þeirra. Þetta fjölskylduform einskorðast ekki við hinsegin fólk, en er þó ansi algengt innan okkar raða. Dæmi væri hægt að taka af lesbísku pari sem eignast barn með samkynhneigðum vini sínum, en lögum samkvæmt eru aðeins tveir foreldrar skráðir og njóta t.d. fæðingarorlofs. Barnið, sem ekkert þekkir annað en að eiga þrjá foreldra, er í algjöru lagalegu tómarúmi gagnvart annarri móður sinni. Fordæmi eru fyrir lagasetningu til að bæta réttarstöðu þessara barna, t.d. í Danmörku, þar sem hægt er að skrá svokallaða félagslega foreldra (d. sociale forældre) frá upphafi. Einnig er til löng og ítarleg skýrsla um málið frá hollenskum stjórnvöldum. Við hvetjum nýja ríkisstjórn til þess að skoða þessi mál af alvöru, með hag barnanna að leiðarljósi. Heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk Á undanförnum árum hefur heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk batnað mikið og unnið hefur verið vel á biðlistum bæði hjá transteymi fullorðinna á Landspítala og hjá transteymi BUGL. Þó er ýmislegt sem þarf að huga að. Foreldrar barna og ungmenna með kynama (e. gender dysphoria) þurfa að geta fengið viðeigandi þjónustu og ráðgjöf, t.d. á heilsugæslu, og þá er sérstaklega mikilvægt að grundvallarþekking sé til staðar hjá starfsfólki. Þannig væri hægt að létta á transteymi BUGL og auka stuðning við þær fjölskyldur sem þurfa ekki á sértækri þjónustu BUGL að halda. Einnig þarf að endurskoða og skýra þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu, t.d. er varðar aðgerðir, háreyðingu, varðveislu kynfruma fyrir hormónagjöf og fleira. Það er óásættanlegt að aðgengi fólks að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu ráðist af efnahag. Áframhaldandi heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk á öllum aldri í takti við bestu mögulegu þekkingu er auðvitað eitt af því sem standa verður vörð um á næstu árum. Ísland er framarlega í þessum efnum á heimsvísu og það skiptir máli að þjónustan sé vel fjármögnuð, svo hún standi áfram undir ítrustu kröfum og ekki síst svo að trans fólk hafi jafnan aðgang að henni. Hinsegin fólk á flótta Því miður er staða hinsegin fólks víða afar bág á heimsvísu. Enn er ólöglegt í 64 löndum að vera samkynhneigður og í sumum ríkjum heims á fólk yfir höfði sér dauðarefsingu. Þar sem tilvera okkar er ekki beinlínis ólögleg er félagslegt umhverfi hinsegin fólks víða svo íþyngjandi að fólk er í lífshættu eða býr við verulega skert lífsgæði vegna þess hver þau eru. Margt hinsegin fólk flýr þess vegna heimalönd sín vegna ofsókna og ofbeldis, og verður einnig fyrir ofbeldi á flóttanum - t.a.m. í flóttamannabúðum. Harka í málefnum þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd bitnar því sérstaklega illa á hinsegin fólki, og búsetuúrræði þar sem margt fólk býr á sama stað henta hópnum afar illa. Við viljum gjarnan sjá áframhaldandi móttöku hinsegin kvótaflóttafólks, bættar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd og að fólki sé ekki vísað frá landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar án þess að mál þess séu rannsökuð nægilega vel. Öruggt upprunaríki í skilningi útlendingalaga er það ekki alltaf fyrir hinsegin fólk. Heilbrigðisþjónusta fyrir intersex fólk Ísland er mjög framarlega þegar kemur að því að tryggja vernd intersex fólks, þá sérstaklega ungra barna, fyrir ónauðsynlegum inngripum í líkama þeirra. Þó hefur reynsla undanfarinna ára gert okkur ljóst að þegar foreldrar komast að því að barnið þeirra sé intersex er ekki nægilega vel tekið utan um þau af hálfu heilbrigðiskerfisins. Við viljum að sálfélagslegur stuðningur fyrir foreldra intersex barna verði aukinn til muna. Einnig verður að tryggja að þverfaglegur starfshópur á grundvelli bráðabirgðaákvæðis í lögum um kynrænt sjálfræði verði skipaður og skili niðurstöðu sem fyrst. Eldri kynslóðir Nú um stundir er fólkið sem hóf réttindabaráttu homma og lesbía á Íslandi, sem mörg komu úr felum á 8. og 9. áratugnum, að eldast. Einnig er nokkuð algengt að fólk af sömu kynslóð komi út á efri árum, t.d. eftir andlát maka. Þegar vel meinandi fólk telur sig koma eins fram við alla verða sís-gagnkynhneigð viðmið yfirleitt ofan á. Norrænar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að margt eldra hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigt fólk og trans fólk, hrökklast aftur inn í skápinn þegar að því kemur að þau þurfa að þiggja þjónustu og stuðning á heimili sínu eða á öldrunarheimilum. Meðvitund og þekking á sérstökum aðstæðum eldra hinsegin fólks þarf að aukast í öllu kerfinu, svo fólk geti verið það sjálft alla ævi. Geðheilsa hinsegin barna og ungmenna Mikið hefur verið fjallað um versnandi geðheilsu ungmenna, kvíða, skólaforðun, áhættuhegðun o.s.frv. Hinsegin börn og ungmenni eru í sérstökum áhættuhópi hvað þessa þætti varðar, en þess ber að geta að á milli 15 og 20% barna og ungmenna eru hinsegin, ef miðað er við tölur úr íslensku æskulýðsrannsókninni. Einn lykilþáttur í geðvernd og styrkari félagslegri stöðu hinsegin ungmenna er þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi. Þar hefur félagsmiðstöðvastarf verið einna mikilvægast á undanförnum árum. Í Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar mæta um 120 ungmenni í hverri viku, en að auki mætir nokkur fjöldi ungmenna 16 ára og eldri í félagsmiðstöð og sértækt hópastarf hjá Samtökunum ‘78. Þótt félagsmiðstöðin sé rekin í samstarfi við Reykjavík koma þessi ungmenni alls staðar að og sækja í öruggt, styðjandi umhverfi þar sem þau geta tekið þátt á eigin forsendum og segja að í Hinsegin félagsmiðstöðinni hafi þeim loksins fundist þau tilheyra. Félagsmiðstöðina þarf að styrkja og styðja verður við sambærilegt starf um allt land. Hinsegin félagsmiðstöðvastarf á það yfirleitt sameiginlegt að vera sprottið upp af ástríðu starfsfólks og að fjármögnun er ekki örugg. Ungmenni geta því ekki verið viss um að ganga að hinsegin félagsmiðstöðvastarfi vísu, sem kippir stoðunum undan því öryggi sem þar er verið að reyna að skapa. Hinseginvænt skólaumhverfi er annar lykilþáttur sem styður við bætta geðheilsu hinsegin barna og ungmenna, en þar skiptir máli að kveðið sé skýrt á um inngildingu nemenda óháð kynhneigð, kyntjáningu, kynvitund og kyneinkennum í lögum um grunnskóla (kynhneigð er einungis talin upp í núgildandi lögum) og að hinsegin málefni eigi áfram sinn sess í aðalnámskrá bæði grunn- og framhaldsskóla. Til þess að stuðla að hinseginvænna skólaumhverfi hafa Samtökin ‘78 gert fræðslusamninga við fjölda sveitarfélaga á undanförnum árum og fræða nemendur og starfsfólk með reglulegu millibili, en mikilvægt er að meðvitund um hinsegin málefni nái sem víðast inn í daglegt skólastarf og sé ekki bundin við pólitískan vilja sveitarstjórna hverju sinni. Samstarf við Samtökin ‘78 Samtökin ‘78 eru burðarstólpi fyrir íslenskt hinsegin samfélag. Við leitumst á hverjum degi við að leysa þau vandamál sem hið opinbera annað hvort nær ekki að takast á við eða getur ekki tekist á við. Eins og staðan er núna er aðeins einn embættismaður í fullu starfi hjá ríkinu sem fæst við málefni hinsegin fólks eingöngu. Þess vegna er afar mikilvægt að samhliða því að þekking verði aukin innan kerfisins sé sérfræðiþekkingunni innan Samtakanna ‘78 viðhaldið svo hún nýtist bæði embættis- og stjórnmálafólki við ákvarðanatöku í okkar málefnum. Líkt og áður sagði fyllum við í þau göt sem við sjáum í kerfinu. Við veitum gjaldfrjálsa sálfélagslega ráðgjöf og lögfræðiráðgjöf til hinsegin fólks, fjölskyldna þeirra og fagfólks, fræðum fólk um málefni hinsegin fólks um allt land og meðal starfsfólks hinna ýmsu fagstétta, höldum viðburði og námskeið, gefum út bæklinga og fræðsluefni, höldum að jafnaði úti 6-7 stuðningshópum, faglegu félagsmiðstöðvastarfi fyrir 10-12 ára, 13-15 ára og 16-17 ára, sértækum hópum fyrir 18-25 ára og 60+, sinnum hagsmunabaráttu og vinnum í sífellu að yfirmarkmiði félagsins: að hinsegin fólk verði sýnilegt og njóti fyllstu réttinda í samfélaginu. Til þess að geta sinnt þessu starfi þurfum við, eins og gefur að skilja, fjármagn. Þrátt fyrir aukin framlög frá hinu opinbera undanfarin ár vantar Samtökin ‘78 u.þ.b. 20-30 milljónir til viðbótar á ársgrundvelli til þess að standa undir starfinu okkar eins og það er í dag - við þurfum því að óbreyttu að skera niður á næsta ári. Eftirspurn eftir fræðslu, ráðgjöf og stuðningi hefur á sama tíma aldrei verið meiri, enda vorum við vanfjármagnað félag árum saman og ljóst í okkar huga að þörfin er uppsöfnuð. Þó er mikilvægt að árétta að óskastaða okkar væri auðvitað sú að meðvitund um hinsegin málefni væri til staðar alls staðar í samfélaginu, þá sérstaklega hjá fagfólki í hinum ýmsu greinum, og að Samtökin ‘78 kæmu aðeins að sértækari verkefnum, félagsstarfi og beinni hagsmunabaráttu. Það er þó ekki raunveruleikinn sem við búum við, en til lengri tíma er það stefnan sem ber að taka. Til þess þurfum við liðsinni stjórnvalda. Að lokum Þegar afturhaldsöfl sækja að hinsegin réttindum og kvenréttindum um allan heim er mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland að standa fast í fæturna og halda svo áfram veginn. Við berum þá von í brjósti að Ísland haldi stöðu sinni fremst í flokki og verði fólki um allan heim áframhaldandi innblástur: Að til sé land þar sem hinsegin fólk býr við frelsi til að vera það sjálft, þar sem hinsegin fólk er ekki aðeins umborið heldur fær að tilheyra og þar sem meirihlutasamfélagið stendur vörð um réttindi þeirra. Áframhaldandi aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks er lykilatriði á þeirri vegferð. Við óskum forsvarsfólki flokkanna þriggja góðs gengis í stjórnarmyndunarviðræðum og vonum að hinsegin málefni fái góðan hljómgrunn hjá þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður, sem og hjá þeim flokkum sem skipa munu stjórnarandstöðu. Samtökin ‘78 eru, hér eftir sem hingað til, boðin og búin að aðstoða bæði stjórnmála- og embættisfólk hins opinbera við stefnumótun í málaflokknum. Höfundar eiga sæti í stjórn Samtakanna ‘78. Orðskýringar Intersex manneskja er manneskja sem hefur frá náttúrunnar hendi ódæmigerð kyneinkenni, það er að segja kyneinkenni sem falla ekki algerlega að samfélagslega stöðluðum hugmyndum um karl- og kvenkyn. Intersex nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum. Trans fólk á það sameiginlegt að kynvitund þeirra, þ.e. upplifun á eigin kyni, er önnur en það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu á grundvelli kyneinkenna. Sís-gagnkynhneigð viðmið er hugmyndin um að allt fólk sé gagnkynhneigt og sís (ekki trans).
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar