Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar 13. desember 2024 16:00 Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær. Fæstir gætu hugsað sér jól án jólatónlistarinnar. Hátíð ljóss og friðar hefur verið innblástur fyrir öll helstu tónskáld heimsins frá upphafi alda og í öllum tónlistarstefnum. Þúsundir Íslendinga sækja jólatónleika í desember, og álíka fjöldi kemur fram á slíkum. Fyrir kórsöngvara er þetta nefnilega uppskerumánuður. Mánuðurinn þar sem æfingar síðustu mánaða bera árangur og við fáum að deila því sem tónlistin gefur okkur; gleðinni, þakklætinu og hjartahlýjunni. Kórastarfið á Íslandi er blómlegt. Hér starfa hundruð kóra og hátt í 150.000 landsmanna hafa sungið í þessum kórum. Það er því greinilegt að kórtónlist á sér stóran sess í hjörtum okkar allra. Um helgina er uppskeruhátíð í Langholtskirkju. Í 46. sinn höldum við Jólasöngva Langholtskirkju, þar sem hátt í 100 kórsöngvarar, úr þremur kórum og á öllum aldri koma saman ásamt hljómsveit og áður nefndum Oddi sem syngur einsöng, og flytja bæði gamla og hefðbundna, en líka nýja og spennandi jólatónlist, allt frá fornkirkjulegum sálmum til Baggalúts! Nú er tíminn til að skapa ógleymanlegar minningar og fylla hjartað af jólagleði. Kórar landsins bjóða ykkur velkomin til að njóta með okkur og upplifa rólegar en einstakar stundir í annríki desembermánaðar. Sjáumst á kórtónleikum! Höfundur er kennari og kórsöngvari.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun