„Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 10:02 Þórir Hergeirsson fær að ljúka tíma sínum sem þjálfari Noregs með úrslitaleik, eftir frábæra frammistöðu liðsins til þessa á EM. EPA-EFE/MAX SLOVENCIK „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki tölu á hve margir úrslitaleikirnir eru orðnir,“ sagði Þórir Hergeirsson við NRK í gærkvöld, eftir að hafa stýrt Noregi til öruggs sigurs á Ungverjum í undanúrslitum EM kvenna í handbolta. Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þar með er ljóst að síðasti leikur Noregs undir stjórn Þóris verður úrslitaleikur EM, gegn Danmörku á morgun klukkan 17. Það er vel við hæfi enda hafa Þórir og norska liðið nánast verið fastagestir í úrslitum stórmóta, og Noregur unnið tíu meistaratitla í þrettán úrslitaleikjum á fimmtán árum með Þóri sem þjálfara. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá staðreynd að Þórir sé nú á sínu síðasta stórmóti með norska liðinu og hann er vel meðvitaður um það, líkt og leikmenn, að á sunnudaginn taka við mikil tímamót. Ljóst er að á þeim tímamótum bætast enn ein verðlaunin í safnið, eftir frábæra frammistöðu Noregs á EM til þessa og afar sannfærandi 30-22 sigur gegn Ungverjum. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stoltur af þessum hópi. Ég verð eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur, en allt á sér sinn tíma,“ sagði Þórir við NRK. Auk þess að hafa verið aðalþjálfari Noregs í fimmtán ár var Þórir áður aðstoðarþjálfari norska liðsins frá árinu 2001, svo Þórir hefur tekið virkan þátt í velgengni liðsins í tæpan aldarfjórðung, og upplifað marga frábæra sigurleiki eins og í gær. „Hann finnur sjálfsagt eftirsjá eftir svona leiki en ég hef trú á því að hann muni með tímanum líka finna að þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Henny Reistad, ein helsta stjarna norska liðsins, sem skoraði sjö mörk í gær. Sorglegt en glaðar yfir öllum leikjunum með Þóri Þær Reistad og markvörðurinn Katrine Lunde voru eins og oft áður í stórum hlutverkum í gær, og norska liðið hefur spjarað sig frábærlega þrátt fyrir að kanónur á borð við Noru Mörk og Stine Oftedal hafi dottið út eftir Ólympíumeistaratitilinn í sumar. „Mér finnst við hafa átt stórkostlegt stórmót og það er æðislegt að geta endað það á úrslitaleik. Auðvitað er líka sorglegt að það verði síðasti leikur Þóris en við erum glaðar yfir öllum leikjunum sem við höfum átt með honum,“ sagði markvörðurinn reynslumikli Lunde. Hún hefur áður lýst því hve þakklát hún er Þóri sem gaf henni leyfi fyrr á mótinu til að ferðast heim og fljúga dóttur sinni til pabba síns í Serbíu.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita