Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 11:47 Albert Guðmundsson skoraði gegn Úkraínu í EM-umspilinu í mars. Liðin mætast að nýju í baráttunni um að komast á HM í Ameríku. Getty/Rafal Oleksiewicz Leikjadagskrá Íslands í undankeppni HM 2026 liggur nú fyrir og ljóst er að von er á fótboltastjörnum í Laugardalinn í október á næsta ári. Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira