Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Árni Sæberg skrifar 17. desember 2024 12:11 Helgi Magnús er vararíkissaksóknari. Vísir/Einar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir ráð fyrir því að mæta aftur til starfa á föstudag. Hann hefur ekki mætt til vinnu síðan í lok júní þegar ríkissaksóknari afþakkaði vinnuframlag hans og óskaði eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum. Dómsmálaráðherra varð ekki við þeirri beiðni. Málið á rætur að rekja til orðræðu sem Helgi Magnús viðhafði um Mohamed Thor Jóhannesson, áður Kourani, en Helgi Magnús og fjölskylda þurftu um árabil að sæta þrálátum hótunum af hálfu Kouranis. Hann var kærður af stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vegna ummælanna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði í kjölfarið til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kærunnar. Ákvað sig snemma í september Guðrún Hafsteinsdóttir ákvað þann 9. september síðastliðinn að ekki væri tilefni til þess að leysa Helga Magnús frá störfum. „Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ sagði í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sigríður verði að finna lendingu Helgi Magnús segir í samtali við Vísi að hann reikni með því að snúa aftur til starfa á föstudag. „Sigríður er yfirmaður og hún verður einhvern veginn að finna lendingu á þessu, ég vil bara fara að vinna og að allir séu sáttir.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21. október 2024 11:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Málið á rætur að rekja til orðræðu sem Helgi Magnús viðhafði um Mohamed Thor Jóhannesson, áður Kourani, en Helgi Magnús og fjölskylda þurftu um árabil að sæta þrálátum hótunum af hálfu Kouranis. Hann var kærður af stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, vegna ummælanna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði í kjölfarið til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kærunnar. Ákvað sig snemma í september Guðrún Hafsteinsdóttir ákvað þann 9. september síðastliðinn að ekki væri tilefni til þess að leysa Helga Magnús frá störfum. „Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður. Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður,“ sagði í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sigríður verði að finna lendingu Helgi Magnús segir í samtali við Vísi að hann reikni með því að snúa aftur til starfa á föstudag. „Sigríður er yfirmaður og hún verður einhvern veginn að finna lendingu á þessu, ég vil bara fara að vinna og að allir séu sáttir.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21. október 2024 11:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39
Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59
Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21. október 2024 11:28