Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2024 18:26 Hvalveiðar hafa verið pólitískt hitamál en hvalveiðiskip héldu ekki út til veiða í sumar. Vísir/Egill Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Í leyfi Hvals hf. segir að leyfið framlengist árlega um eitt ár frá útgáfu þess hinn 4. desember síðastliðinn. Samkvæmt svari matvælaráðuneytisins þýðir þetta ákvæði að fimm ára leyfi tekur gildi á ný í desember á næsta ári og svo koll af kolli. Að óbreyttu og miðað við núgildandi lög og reglur eru ekki takmörk á því hversu oft leyfið endurnýjast. Getur það því verið grundvöllur veiða í áraraðir. Orðið við óskum Hvals hf. Í umsókn Hvals hf um leyfi til veiða á langreyðum var óskað eftir því að fyrirtækinu yrði annað hvort veitt ótímabundið leyfi eða til að minnsta kosti fimm eða tíu ára, með sjálfkrafa framlengingu við lok hvers starfsárs, til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstri. Ráðuneytið varð því við þeirri kröfu fyrirtækisins. Útgáfa Bjarna Benediktssonar, matvælaráðherra, á leyfi til hvalveiða vakti hörð viðbrögð.Vísir/Vilhelm Útgáfa leyfisins hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfis- og dýravelferðarsamtökum og þá ekki síst í ljósi þess að leyfið var gefið út eftir kosningar af Bjarna Benediktssyni, matvælaráðherra í starfsstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru þá þegar hafnar en þingmenn flokkanna þriggja voru á meðal flutningsmanna frumvarps um bann gegn hvalveiðum sem lagt var fram á Alþingi í haust. Á sama tíma hafa bæjarráð Akraness og formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnað leyfisveitingunni og sagt mikilvægt að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels