Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 07:00 Camilla Herrem hefur skorað 951 mark í 332 landsleikjum fyrir Noreg. Landsleikirnir verða ekki fleiri. Getty/Henk Seppen/ Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu í síðasta skiptið á sunnudagskvöldið en það var annar meðlimur liðsins einnig að kveðja þetta kvöld. Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a> EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a>
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita