„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 17. desember 2024 22:17 Brynjari Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, lætur sínar stelpur heyra það. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Sjá meira
Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Sjá meira