Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:03 Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins á sunnudag, þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn. EPA/Liselotte Sabroe Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi. Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Norðmenn heiðra sitt besta íþróttafólk á verðlaunahófinu Idrettsgallaen í Þrándheimi 4. janúar, sama kvöld og Samtök íþróttafréttamanna heiðra besta íslenska íþróttafólkið á sínu árlega hófi. Þórir er einn af sex kostum sem koma til greina í valinu á þjálfara ársins í Noregi, en gæti einnig unnið verðlaunin hér á landi. Tilkynnt verður um tilnefningarnar á Íslandi á Þorláksmessu, að vanda, en kostirnir í Noregi eru: Siegfried Mazet / Egil Kristiansen, skíðaskotfimi Espen Rooth, frjálsar íþróttir Þórir Hergeirsson, handbolti Arild Monsen / Eirik Myhr Nossum, skíðaganga Stian Grimseth, lyftingar Kjetil Knutsen, fótbolti Með Þóri sem aðalþjálfara hefur norska kvennalandsliðið í handbolta unnið ellefu verðlaun á fimmtán árum, og þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem Þórir er tilnefndur sem þjálfari ársins. Hann vann verðlaunin í fyrsta og eina sinn fyrir tveimur árum, en hafði áður verið tilnefndur sex sinnum. Þegar Þórir vann verðlaunin fyrir tveimur árum var hann, líkt og nú, nýbúinn að stýra Noregi til Evrópumeistaratitils. Í þetta sinn hefur hann einnig gert liðið að Ólympíumeistara, í París í sumar. Frá því að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi fóru að velja þjálfara ársins, árið 2012, hefur Þórir hlotið nafnbótina tvisvar, fyrir árin 2021 og 2022, og alls verið meðal þriggja efstu sex sinnum. Enginn Ödegaard á lista Norskir fjölmiðlar fjalla um það í dag að Arsenal-maðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta, sé ekki á meðal þeirra tíu sem tilnefndir eru sem íþróttakarl ársins. Norðmenn eiga íþróttafólk í fremstu röð í mörgum greinum en Erling Haaland er eini fótboltakarlinn sem er tilnefndur og Caroline Graham Hansen eina fótboltakonan. Á meðal þeirra sem tilnefndar eru sem íþróttakona ársins eru einnig tvær úr handboltalandsliði Þóris, þær Stine Oftedal Dahmke, sem reyndar lagði skóna á hilluna eftir Ólympíumeistaratitilinn, og Henny Reistad.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita