Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 11:00 Hugo the Hornet er lukkudýr Charlotte Hornets. getty/Eakin Howard NBA-liðið Charlotte Hornets hefur beðist afsökunar á að hafa gefið ungum stuðningsmanni PlayStation 5 leikjatölu en tekið hana síðan til baka. Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp. NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp.
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira