Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:36 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Formaður félags fangavarða segir niðurskurðaraðgerðir í fangelsismálum muni verða til þess að ýta þeim sem eftir eru í starfi út í veikindi eða önnur störf. Fangaverðir séu uggandi, sárir og reiðir. Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“ Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Í gær var greint frá því að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaraðgerða sem kynntar voru starfsfólki í gær. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu vera tugmilljóna króna hallarekstur. Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, harmar tillögur um fækkun stöðugilda. Hverjar heldurðu að mögulegar afleiðingar kunni að verða af þessu? „Klárlega þær að þeir sem eftir sitja munu koma til með að þurfa að hlaupa hraðar og það er nógu mikið álag á okkur nú þegar. Við erum að vinna ofboðslegt magn af aukavöktum, nú þegar, og ég held að þetta muni bara koma til með að ýta fólki út í veikindi eða út í önnur störf því þetta mun koma til með að auka álag á okkur alveg gífurlega.“ Hann segir að niðurskurður innan kerfisins muni á endanum bitna á föngum því langvarandi undirmönnun leiði ekkert gott af sér. „Sem þýðir það að við munum ekki geta sinnt þeim einstaklingum eins vel og við vildum gera því það er mjög stór hópur fólks hjá okkur sem á kannski ekki beint erindi inn í fangelsiskerfið heldur frekar inni á sjúkrastofnun eða slíkt og ef þessum einstaklingum með þessa andlegu erfiðleika er ekki sinnt vel og rétt þá getur voðinn orðið vís.“ Heiðari finnst þetta skjóta skökku við í ljósi áberandi umræðu um að bæta þurfi öryggi fangavarða. „Fólk er uggandi og bara hálfreitt yfir þessu og sárt. Mig langar að skora á stjórnvöld að setja meira fjármagn í þetta kerfi þannig að bæði fangavörðum og föngum verði rótt í því sem þeir eru að reyna að gera hérna.“
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Streita og kulnun Tengdar fréttir Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47 Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. 18. desember 2024 17:47
Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. 18. desember 2024 09:19
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels