Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 09:30 Það er talsverður stærðarmunur á þeim Tyson Fury frá Bretlandi (til hægri) og Oleksandr Usyk frá Úkraínu. Þeir mætast í hnefaleikahringnum í kvöld. Getty/Richard Pelham Hnefaleikakapparnir Oleksandr Usyk og Tyson Fury mætast öðru sinni í hringnum í kvöld en bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu. Þetta er einn af stærstu bardögum ársins. Fyrri bardagi þeirra fór fram í maí og þá hafði hinn 37 ára gamli Úkraínumaður Usyk betur. Úkraínska þjóðin fylgist eflaust spennt með í kvöld en von þeirra er til þess að Usyk geti verið ljósglæta fyrir úkraínska fólkið á dimmum tímum í miðju stríði við Rússa. Usyk fékk líka kveðju og ráð frá Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu. TV2 segir frá. „Allir Úkraínumenn halda með þér,“ sagði Zelenskyy í myndbandi sem var tekið upp með honum og Usyk og sett inn á samfélagsmiðilinn Telegram. „Við berum virðingu fyrir okkar bandamönnum. Þess vegna, þegar þú gefur Fury högg ekki slá hann of fast. Við viljum ekki að þeir banni notkun langdrægu eldflauganna, sagði Zelenskyj glottandi. Úkraínumenn skutu þessum langdrægu eldflaugum inn í Rússlandi í fyrsta sinn í síðasta mánuði eftir að hafa fengið meðal annars grænt ljós frá Bretum. Hinn 206 metra og 126 kílóa Fury mætir í bardagann í hefndarhug. Hann hefur aldrei verið þyngri á ferlinum. Fury hefur augljós líkamlega yfirburði gegn Usyk sem er 191 sentimetra á hæð o bara 102,5 kíló. „Þegar maður sem er 127 kíló á þyngd slær þig þá er tilfinningin aðeins öðruvísi,“ sagði Fury við Sky Sports. Dómararnir í fyrri bardaganum voru ekki einróma í dómi sinum en Usyk vann 115-112, 113-114 og 114-113. Það stefnir því í jafnan bardaga í kvöld.. Box Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Fyrri bardagi þeirra fór fram í maí og þá hafði hinn 37 ára gamli Úkraínumaður Usyk betur. Úkraínska þjóðin fylgist eflaust spennt með í kvöld en von þeirra er til þess að Usyk geti verið ljósglæta fyrir úkraínska fólkið á dimmum tímum í miðju stríði við Rússa. Usyk fékk líka kveðju og ráð frá Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu. TV2 segir frá. „Allir Úkraínumenn halda með þér,“ sagði Zelenskyy í myndbandi sem var tekið upp með honum og Usyk og sett inn á samfélagsmiðilinn Telegram. „Við berum virðingu fyrir okkar bandamönnum. Þess vegna, þegar þú gefur Fury högg ekki slá hann of fast. Við viljum ekki að þeir banni notkun langdrægu eldflauganna, sagði Zelenskyj glottandi. Úkraínumenn skutu þessum langdrægu eldflaugum inn í Rússlandi í fyrsta sinn í síðasta mánuði eftir að hafa fengið meðal annars grænt ljós frá Bretum. Hinn 206 metra og 126 kílóa Fury mætir í bardagann í hefndarhug. Hann hefur aldrei verið þyngri á ferlinum. Fury hefur augljós líkamlega yfirburði gegn Usyk sem er 191 sentimetra á hæð o bara 102,5 kíló. „Þegar maður sem er 127 kíló á þyngd slær þig þá er tilfinningin aðeins öðruvísi,“ sagði Fury við Sky Sports. Dómararnir í fyrri bardaganum voru ekki einróma í dómi sinum en Usyk vann 115-112, 113-114 og 114-113. Það stefnir því í jafnan bardaga í kvöld..
Box Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira