Fimm látnir og tvö hundruð særðir Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2024 10:46 Lögregluþjónn stendur þar sem maðurinn ók í gegnum þvögu fólks á miklum hraða. AP/Ebrahim Noroozi Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir. Í frétt ARD í Þýskalandi segir að 41 sé alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem árásarmaðurinn, sem sagður er heita Taleb Al Abdulmohsen, hafi lýst sér sem vinstri sinnuðum manni en hann aðhylltist öfgahægriflokknum AfD og fylgdi hægri sinnuðum aðilum. Þá hefur hann haldið því fram á samfélagsmiðlum að Þjóðverjar séu að íslamvæða Evrópu. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Árásarmaðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Wall Street Journal segir Abdulmohsen hafa verið sjíta múslima en að hann hafi hafnað trúnni og þess vegna flúið frá Sádi-Arabíu. Hann hafi verið þekktur í Þýskalandi sem aðgerðarsinni gegn íslam og í senn barist fyrir réttindum kvenna. Í aðdraganda árásarinnar birti hann færslur á X þar sem hann staðhæfði að hann hefði verið beittur ritskoðun og væri ofsóttur af yfirvöldum í Þýskalandi, sem hefðu framið glæpi gegn flóttafólki eins og honum. Þá sagði hann lögreglu Þýskalands framfylgja „sósíalískum lögum“ og að lögreglan hefði sent vopnaðan mann heim til hans til að stela af honum gögnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er mættur til Magdeburg þar sem hann skoðaði vettvang árásarinnar í morgun með öðrum embættismönnum. Þá segir Spiegel að umfangsmikil leit standi nú yfir á heimili hans, þar sem fjölmargir lögregluþjónar eru staddir. Uppfært: Fjöldi látinna hefur verið hækkaður úr fjórum í fimm. Þá hefur upplýsingum um árásarmanninn verið bætt við. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Í frétt ARD í Þýskalandi segir að 41 sé alvarlega særður eftir árásina, sem framin var af fimmtugum geðlækni frá Sádi Arabíu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem árásarmaðurinn, sem sagður er heita Taleb Al Abdulmohsen, hafi lýst sér sem vinstri sinnuðum manni en hann aðhylltist öfgahægriflokknum AfD og fylgdi hægri sinnuðum aðilum. Þá hefur hann haldið því fram á samfélagsmiðlum að Þjóðverjar séu að íslamvæða Evrópu. Sjá einnig: Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Árásarmaðurinn er sagður hafa verið einn að verki. Wall Street Journal segir Abdulmohsen hafa verið sjíta múslima en að hann hafi hafnað trúnni og þess vegna flúið frá Sádi-Arabíu. Hann hafi verið þekktur í Þýskalandi sem aðgerðarsinni gegn íslam og í senn barist fyrir réttindum kvenna. Í aðdraganda árásarinnar birti hann færslur á X þar sem hann staðhæfði að hann hefði verið beittur ritskoðun og væri ofsóttur af yfirvöldum í Þýskalandi, sem hefðu framið glæpi gegn flóttafólki eins og honum. Þá sagði hann lögreglu Þýskalands framfylgja „sósíalískum lögum“ og að lögreglan hefði sent vopnaðan mann heim til hans til að stela af honum gögnum. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er mættur til Magdeburg þar sem hann skoðaði vettvang árásarinnar í morgun með öðrum embættismönnum. Þá segir Spiegel að umfangsmikil leit standi nú yfir á heimili hans, þar sem fjölmargir lögregluþjónar eru staddir. Uppfært: Fjöldi látinna hefur verið hækkaður úr fjórum í fimm. Þá hefur upplýsingum um árásarmanninn verið bætt við.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55
Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. 20. desember 2024 19:40