Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 15:53 Stefnt er að því að kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið eigi síðar en árið 2027. Vísir/Vilhelm Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. „Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“
Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira