Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 15:06 Stefán Broddi segir að það bráðvanti börn í leikskólann á Hvanneyri en þar er fínn leikskóli. Hægt er að fá lóðir á staðnum vilji fólk byggja og flytja þangað með börnin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er góð enda er búið að framkvæma mikið á árinu og nýtt ár verður líka mikið framkvæmdarár. Nú er til dæmis verið að endurbyggja grunnskólann á Kleppjárnsreykjum en á sama tíma bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri. Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi. Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Borgarbyggð er stórt og víðfeðmt sveitarfélag en íbúar skiptast nokkuð jafnt, sem búa í þéttbýlinu í Borgarnesi og svo í dreifbýlinu. Framkvæmdir fara nú að hefjast við byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi, sem verður fyrst og fremst knatthús og svo eru heilmiklar aðrar framkvæmdir í gangi eða eru að fara af stað á nýju ári. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Árið hefur gengið vel en vissulega hefur þetta verið heilmikið framkvæmdaár nú þegar. Við erum í endurbyggingu að hluta skóla húsnæðisins á Kleppjárnsreykjum, þannig að þar er verið að endurbyggja skólann og síðan hefur verið töluverð uppbygging í gatnagerð hjá okkur og við erum mjög von góð með það að fljótlega á nýju ári verði töluvert framboð á nýjum lóðum þá bæði í Borgarnesi og svo auðvitað eru nýjar lóðir til úthlutunar á Hvanneyri. Á Hvanneyri erum við á þeim stað að okkur bráðvantar krakka á leikskólann,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segist vera mjög vongóður um að íbúum Borgarbyggðar fjölgi jafn og þétt enda dásamlegt að búa í sveitarfélaginu. Er ykkur að fjölga eða fækka eða hvað? „Bæði árin tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú þá fjölgaði íbúum sveitarfélagsins um tæp sex prósent hvort ár þannig að það var mjög krafmikil fjölgun síðastliðin tvö ár. Á þessu ári er okkur að fjölga í takt við það sem gerist á landinu eða um tvö prósent.“ Stefán Broddi Guðjónsson, sem er sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nýtt ár leggst vel í hann og íbúa sveitarfélagsins.Aðsend En hvernig leggst nýtt ár, 2025 í íbúa Borgarbyggðar? „Ég held að árið leggist nokkuð vel í íbúa hér, þannig að já, ég held að við göngum bara nokkuð vongóð inn í nýtt ár,“ segir Stefán Broddi.
Borgarbyggð Leikskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira