Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. desember 2024 18:39 Tómas Guðbjartsson læknir. Mynd/Tómas Tómas Guðbjartsson læknir er í óðaönn að reyna komast heim til fjölskyldunnar fyrir jólin. Hann segir ekkert ferðaveður vera á Vestfjörðum en að hans sögn hefði hann verið allur ef hann hefði verið mínútu fyrr á ferðinni þar sem að snjóflóð féll við Skorarnúp rétt áður en hann keyrði fram hjá fjallinu. Tómas ræddi málið við fréttastofu á leið sinni í bátinn Baldur sem fer frá Brjánslæk yfir í Stykkishólm og varð Tómas orðinn ansi seinn vegna snjóflóðsins sem þveraði veginn sem hann þurfti að komast um. Að hans sögn er það mínútu spursmál hvort hann nái bátnum eða hvort hann eyði Þorláksmessu í tjaldi á Vestfjörðum. „Var eins og blaut steypa“ „Ég var að keyra heiman frá mér. Ég er með annað heimili sjö kílómetrum frá Bíldudal í Hvestudal og er að leggja af stað niður brekkuna hjá mér í mjög þungri færð, það er búið að kyngja niður snjó síðustu daga. Ég er rétt kominn fyrir neðan Svarthamra sem er klettabelti stutt frá húsinu mínu. Þá heyri ég bara rosalega þungan dynk og ég hélt bara að það hefði losnað snjór af þakinu á bílnum mínum en síðan keyri ég í nokkrar sekúndur í viðbót og þá sé ég bara að það er þessi svaka spýja á veginum sem hafði komið efst úr fjallinu,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Vegurinn liggur við sjóinn og hefði snjóflóðið að öllum líkindum ýtt bifreið Tómasar út af veginum.Mynd/Tómas Hann tekur fram að snjóflóðið hafi greinilega fallið niður rétt áður en hann átti leið hjá. Hann hafi oft orðið var við snjóflóð á svæðinu en tekur fram að hann hafi aldrei séð það jafn stórt. „Þetta var eins og blaut steypa. Maður fann það hvað þetta var nýlegt þegar maður gekk upp á þetta. Þetta var ópakkað og mjög sérstakt. Ég var handan við klett þegar þetta kom niður en ég var þarna nokkrum sekúndum á eftir. Innan við mínútu seinna og ég hefði lent í flóðinu.“ Frændi kom til bjargar Tómas kom bílnum og sjálfum sér í var og hafði samband við frænda sinn sem býr á svæðinu. „Ég hringi í frænda minn sem heitir Jón Bjarnason. Hann er með gröfuþjónustu og fleira í Bíldudal. Ég segi honum að ég sé strandaglópur og þurfi þá að eyða jólunum þarna einn. Hann sagði: Auðvitað get ég hjálpað þér, ég er meira að segja að ryðja annan veg. Ég verð kominn eftir klukkutíma.“ Frændi Tómasar stóð við loforðið og var kominn innan við klukkutíma síðar en það tók hann um hálftíma að ryðja veginn. „Ég er núna á leiðinni í Baldur, ég vonast til að ná því. Ég er búinn að hringja í skipstjórann og segja honum frá afdrifum mínum. Þeir sýna því skilning. Það er rosalega þungfært núna á sunnanverðum Vestfjörðum jafnvel á velútbúnum bílum eins og mínum. Ég er bæði á nöglum og 35 tommum. Það er ekkert ferðaveður núna en ég er bara að gera þetta til að geta verið með fjölskyldunni á aðfangadag.“ Frændi Tómasar kom til bjargar.Mynd/Tómas Þurrmatur í stað skötu Hann varar aðra við að vera á ferðinni á svæðinu þó að hann hafi komist leiðar sinnar. „Ég er með jöklatjald og jöklasvefnpoka í bílnum mínum og prímus og allt ef ég skyldi festast. Þegar maður er að keyra hérna á veturna, þarf maður að vera við öllu búinn. Ég er rétt ókominn í Brjánslæk, Baldur fer eftir korter.“ Hvað gerist ef þú missir af honum? „Þá er það bara tjaldið og prímusinn. Ég er með svona þurrmat sem er bara helvíti góður.“ Hann er kannski bara skárri en skatan? „Miklu skárra. Þetta er norskur þurrmatur spahettí bolognese ég gæti alveg hugsað mér það. Þetta er fínasta jólasaga.“ Við Skorarnúp.MYnd/Tómas Veður Vesturbyggð Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Tómas ræddi málið við fréttastofu á leið sinni í bátinn Baldur sem fer frá Brjánslæk yfir í Stykkishólm og varð Tómas orðinn ansi seinn vegna snjóflóðsins sem þveraði veginn sem hann þurfti að komast um. Að hans sögn er það mínútu spursmál hvort hann nái bátnum eða hvort hann eyði Þorláksmessu í tjaldi á Vestfjörðum. „Var eins og blaut steypa“ „Ég var að keyra heiman frá mér. Ég er með annað heimili sjö kílómetrum frá Bíldudal í Hvestudal og er að leggja af stað niður brekkuna hjá mér í mjög þungri færð, það er búið að kyngja niður snjó síðustu daga. Ég er rétt kominn fyrir neðan Svarthamra sem er klettabelti stutt frá húsinu mínu. Þá heyri ég bara rosalega þungan dynk og ég hélt bara að það hefði losnað snjór af þakinu á bílnum mínum en síðan keyri ég í nokkrar sekúndur í viðbót og þá sé ég bara að það er þessi svaka spýja á veginum sem hafði komið efst úr fjallinu,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Vegurinn liggur við sjóinn og hefði snjóflóðið að öllum líkindum ýtt bifreið Tómasar út af veginum.Mynd/Tómas Hann tekur fram að snjóflóðið hafi greinilega fallið niður rétt áður en hann átti leið hjá. Hann hafi oft orðið var við snjóflóð á svæðinu en tekur fram að hann hafi aldrei séð það jafn stórt. „Þetta var eins og blaut steypa. Maður fann það hvað þetta var nýlegt þegar maður gekk upp á þetta. Þetta var ópakkað og mjög sérstakt. Ég var handan við klett þegar þetta kom niður en ég var þarna nokkrum sekúndum á eftir. Innan við mínútu seinna og ég hefði lent í flóðinu.“ Frændi kom til bjargar Tómas kom bílnum og sjálfum sér í var og hafði samband við frænda sinn sem býr á svæðinu. „Ég hringi í frænda minn sem heitir Jón Bjarnason. Hann er með gröfuþjónustu og fleira í Bíldudal. Ég segi honum að ég sé strandaglópur og þurfi þá að eyða jólunum þarna einn. Hann sagði: Auðvitað get ég hjálpað þér, ég er meira að segja að ryðja annan veg. Ég verð kominn eftir klukkutíma.“ Frændi Tómasar stóð við loforðið og var kominn innan við klukkutíma síðar en það tók hann um hálftíma að ryðja veginn. „Ég er núna á leiðinni í Baldur, ég vonast til að ná því. Ég er búinn að hringja í skipstjórann og segja honum frá afdrifum mínum. Þeir sýna því skilning. Það er rosalega þungfært núna á sunnanverðum Vestfjörðum jafnvel á velútbúnum bílum eins og mínum. Ég er bæði á nöglum og 35 tommum. Það er ekkert ferðaveður núna en ég er bara að gera þetta til að geta verið með fjölskyldunni á aðfangadag.“ Frændi Tómasar kom til bjargar.Mynd/Tómas Þurrmatur í stað skötu Hann varar aðra við að vera á ferðinni á svæðinu þó að hann hafi komist leiðar sinnar. „Ég er með jöklatjald og jöklasvefnpoka í bílnum mínum og prímus og allt ef ég skyldi festast. Þegar maður er að keyra hérna á veturna, þarf maður að vera við öllu búinn. Ég er rétt ókominn í Brjánslæk, Baldur fer eftir korter.“ Hvað gerist ef þú missir af honum? „Þá er það bara tjaldið og prímusinn. Ég er með svona þurrmat sem er bara helvíti góður.“ Hann er kannski bara skárri en skatan? „Miklu skárra. Þetta er norskur þurrmatur spahettí bolognese ég gæti alveg hugsað mér það. Þetta er fínasta jólasaga.“ Við Skorarnúp.MYnd/Tómas
Veður Vesturbyggð Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira