„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2024 19:21 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD samtakanna. Vísir/Arnar Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“ ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“
ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49
Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels