„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2024 19:21 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD samtakanna. Vísir/Arnar Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“ ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“
ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49
Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58