Enginn læknir á vaktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 13:04 Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sem er formaður byggðarráðs Rangárþings ytra. Hún er ekki sátt við stöðu mála í Rangárvallasýslu hvað varðar mönnun lækna á svæðinu. Magnús Hlyhnur Hreiðarsson Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Þegar hann þarf sína hvíld þá er enginn læknir á vakt. Á – listinn sem er í meirihluta í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirskriftin er, „Heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu – Óásættanleg staða sem krefst úrbóta”. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir er formaður byggðarráðs sveitarfélagsins. „Það eru náttúrulega þrjár læknastöður, sem eru tileinkaðar Rangárvallasýslu, sem hefur ekki tekist að manna. Ég veit að HSU hefur auglýst en ekki náð að manna og það er bara grafalvarlegt að það sé ekki læknir á vakt í sýslunni,” segir Margrét Harpa og bætir við. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að standa vörð um hagsmuni okkar íbúa og svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi ferðamanna hérna og fólk, sem dvelur í sumarhúsum, þannig að það er mikið af fólki í sýslunni og við þurfum bara að tryggja það að grunnþjónustan sé í lagi hérna.” Margrét Harpa segir að strax á nýju ári ætli fulltrúar sveitarstjórnanna í sýslunni að óska eftir fundi með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að fara yfir það hvernig hægt sé að tryggja að mönnum lækna verði í lagi. En nú er komin nýr heilbrigðisráðherra, á Margrét Harpa einhver skilaboð til Ölmu Möller? „Náttúrulega bara að setja meira fjármagn í þetta. Það eru fögur loforð og maður bara vonar að þau standa við þetta ný ríkisstjórn, standi við þessu loforð, sem voru að tryggja og efla þessa grunnþjónustu,” segir Margrét Harpa. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðum og að stofnunin hafi meðal annars fengið sterkan stuðning frá sveitarfélögunum á svæðinu, sem bjóða leikskóla og aðstoð við húsnæði fyrir lækna. Þá segir hún að stofnunin hafa öfluga sjúkraflutninga á svæðinu og að heilsugæslan sé mjög vel mönnuð í Rangárvallasýslu að öðru leyti. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir unnið að því á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu með öllum tiltækum ráðumMagnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá bókun Á - listans vegna læknamála í Rangárvallasýslu.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira