Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2024 08:00 Adam Ægir Pálsson hefur kynnst allskyns áskorunum á Ítalíu. Hann ætlar sér í atvinnumannaharkið af fullum krafti. Vísir/Arnar Margar áskoranir fylgja því að halda á vit ævintýranna sem atvinnumaður í knattspyrnu. Þessu hefur Adam Ægir Pálsson kynnst í Perugia á Ítalíu í vetur. Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira